Tryggir sér réttinn á bókum Jóns Freyr Bjarnason skrifar 16. desember 2014 08:30 Afbrotafræðingurinn og glæpasagnahöfundurinn er í miklum metum hjá Sigurjóni Sighvatssyni. Vísir/Pjetur Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á þremur spennusögum Jóns Óttars Ólafssonar, þar af einni sem enn er óskrifuð. Þá hefur hann fjármagnað framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur um Þóru Guðmundsdóttur lögmann og vonast til að hefja tökur haustið 2015. Sigurjón hefur um áratuga skeið starfað í Hollywood og unnið með mörgum af fremstu leikurum og leikstjórum samtímans. Jón Óttar Ólafsson skaust fram á ritvöllinn í fyrra með bók sinni Hlustað, sem hefur þegar verið gefin út í Noregi og Frakklandi. Ókyrrð er nýkomin út og þriðja sagan í seríunni er væntanleg að ári. „Stíll Jóns Óttars er ferskur, frásögnin er hraðari en við eigum almennt að venjast í norrænum glæpa- og spennusögum og því henta bækur hans mjög vel til kvikmyndunar. Ég er ekki hissa á því að honum hafi verið líkt við höfunda á borð við Lee Child og Michael Connelly,“ segir Sigurjón og bætir við að hugsanlegt sé að gerð verði kvikmynd eftir fyrstu bók Jóns Óttars en þær seinni útfærðar fyrir sjónvarp. Sigurjón hefur einnig tryggt fjármagn til framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur með þátttöku CBC í Kanada og Telemunchen í Þýskalandi og viðræður standa einnig yfir við Breska ríkisútvarpið, BBC, í Skotlandi. Á síðasta ári var tilkynnt um að gerð þáttaraðarinnar væri fyrirhuguð.Sigurjón Sighvatsson hefur í mörg horn að líta um þessar mundir.Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur unnið svokallaða handritsbiblíu fyrir hana og samið ágrip af fyrstu sex þáttunum. Fleiri handritshöfundar munu síðar koma að verkinu, meðal annars frá Kanada. Engir leikarar hafa verið ráðnir en búast má við að það skýrist á næstu vikum. Nýjasta kvikmynd Sigurjóns er Z for Zacariah, með Chris Pine í aðalhlutverki, sem tekur þátt í aðalkeppninni á Sundance-kvikmyndahátíðinni nú í janúar. Meðframleiðandi að þeirri mynd, rétt eins og að sjónvarpsþáttaröðinni eftir bókum Yrsu, er íslenska kvikmyndafyrirtækið Zik Zak. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á þremur spennusögum Jóns Óttars Ólafssonar, þar af einni sem enn er óskrifuð. Þá hefur hann fjármagnað framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur um Þóru Guðmundsdóttur lögmann og vonast til að hefja tökur haustið 2015. Sigurjón hefur um áratuga skeið starfað í Hollywood og unnið með mörgum af fremstu leikurum og leikstjórum samtímans. Jón Óttar Ólafsson skaust fram á ritvöllinn í fyrra með bók sinni Hlustað, sem hefur þegar verið gefin út í Noregi og Frakklandi. Ókyrrð er nýkomin út og þriðja sagan í seríunni er væntanleg að ári. „Stíll Jóns Óttars er ferskur, frásögnin er hraðari en við eigum almennt að venjast í norrænum glæpa- og spennusögum og því henta bækur hans mjög vel til kvikmyndunar. Ég er ekki hissa á því að honum hafi verið líkt við höfunda á borð við Lee Child og Michael Connelly,“ segir Sigurjón og bætir við að hugsanlegt sé að gerð verði kvikmynd eftir fyrstu bók Jóns Óttars en þær seinni útfærðar fyrir sjónvarp. Sigurjón hefur einnig tryggt fjármagn til framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur með þátttöku CBC í Kanada og Telemunchen í Þýskalandi og viðræður standa einnig yfir við Breska ríkisútvarpið, BBC, í Skotlandi. Á síðasta ári var tilkynnt um að gerð þáttaraðarinnar væri fyrirhuguð.Sigurjón Sighvatsson hefur í mörg horn að líta um þessar mundir.Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur unnið svokallaða handritsbiblíu fyrir hana og samið ágrip af fyrstu sex þáttunum. Fleiri handritshöfundar munu síðar koma að verkinu, meðal annars frá Kanada. Engir leikarar hafa verið ráðnir en búast má við að það skýrist á næstu vikum. Nýjasta kvikmynd Sigurjóns er Z for Zacariah, með Chris Pine í aðalhlutverki, sem tekur þátt í aðalkeppninni á Sundance-kvikmyndahátíðinni nú í janúar. Meðframleiðandi að þeirri mynd, rétt eins og að sjónvarpsþáttaröðinni eftir bókum Yrsu, er íslenska kvikmyndafyrirtækið Zik Zak.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning