Tryggir sér réttinn á bókum Jóns Freyr Bjarnason skrifar 16. desember 2014 08:30 Afbrotafræðingurinn og glæpasagnahöfundurinn er í miklum metum hjá Sigurjóni Sighvatssyni. Vísir/Pjetur Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á þremur spennusögum Jóns Óttars Ólafssonar, þar af einni sem enn er óskrifuð. Þá hefur hann fjármagnað framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur um Þóru Guðmundsdóttur lögmann og vonast til að hefja tökur haustið 2015. Sigurjón hefur um áratuga skeið starfað í Hollywood og unnið með mörgum af fremstu leikurum og leikstjórum samtímans. Jón Óttar Ólafsson skaust fram á ritvöllinn í fyrra með bók sinni Hlustað, sem hefur þegar verið gefin út í Noregi og Frakklandi. Ókyrrð er nýkomin út og þriðja sagan í seríunni er væntanleg að ári. „Stíll Jóns Óttars er ferskur, frásögnin er hraðari en við eigum almennt að venjast í norrænum glæpa- og spennusögum og því henta bækur hans mjög vel til kvikmyndunar. Ég er ekki hissa á því að honum hafi verið líkt við höfunda á borð við Lee Child og Michael Connelly,“ segir Sigurjón og bætir við að hugsanlegt sé að gerð verði kvikmynd eftir fyrstu bók Jóns Óttars en þær seinni útfærðar fyrir sjónvarp. Sigurjón hefur einnig tryggt fjármagn til framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur með þátttöku CBC í Kanada og Telemunchen í Þýskalandi og viðræður standa einnig yfir við Breska ríkisútvarpið, BBC, í Skotlandi. Á síðasta ári var tilkynnt um að gerð þáttaraðarinnar væri fyrirhuguð.Sigurjón Sighvatsson hefur í mörg horn að líta um þessar mundir.Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur unnið svokallaða handritsbiblíu fyrir hana og samið ágrip af fyrstu sex þáttunum. Fleiri handritshöfundar munu síðar koma að verkinu, meðal annars frá Kanada. Engir leikarar hafa verið ráðnir en búast má við að það skýrist á næstu vikum. Nýjasta kvikmynd Sigurjóns er Z for Zacariah, með Chris Pine í aðalhlutverki, sem tekur þátt í aðalkeppninni á Sundance-kvikmyndahátíðinni nú í janúar. Meðframleiðandi að þeirri mynd, rétt eins og að sjónvarpsþáttaröðinni eftir bókum Yrsu, er íslenska kvikmyndafyrirtækið Zik Zak. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á þremur spennusögum Jóns Óttars Ólafssonar, þar af einni sem enn er óskrifuð. Þá hefur hann fjármagnað framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur um Þóru Guðmundsdóttur lögmann og vonast til að hefja tökur haustið 2015. Sigurjón hefur um áratuga skeið starfað í Hollywood og unnið með mörgum af fremstu leikurum og leikstjórum samtímans. Jón Óttar Ólafsson skaust fram á ritvöllinn í fyrra með bók sinni Hlustað, sem hefur þegar verið gefin út í Noregi og Frakklandi. Ókyrrð er nýkomin út og þriðja sagan í seríunni er væntanleg að ári. „Stíll Jóns Óttars er ferskur, frásögnin er hraðari en við eigum almennt að venjast í norrænum glæpa- og spennusögum og því henta bækur hans mjög vel til kvikmyndunar. Ég er ekki hissa á því að honum hafi verið líkt við höfunda á borð við Lee Child og Michael Connelly,“ segir Sigurjón og bætir við að hugsanlegt sé að gerð verði kvikmynd eftir fyrstu bók Jóns Óttars en þær seinni útfærðar fyrir sjónvarp. Sigurjón hefur einnig tryggt fjármagn til framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur með þátttöku CBC í Kanada og Telemunchen í Þýskalandi og viðræður standa einnig yfir við Breska ríkisútvarpið, BBC, í Skotlandi. Á síðasta ári var tilkynnt um að gerð þáttaraðarinnar væri fyrirhuguð.Sigurjón Sighvatsson hefur í mörg horn að líta um þessar mundir.Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur unnið svokallaða handritsbiblíu fyrir hana og samið ágrip af fyrstu sex þáttunum. Fleiri handritshöfundar munu síðar koma að verkinu, meðal annars frá Kanada. Engir leikarar hafa verið ráðnir en búast má við að það skýrist á næstu vikum. Nýjasta kvikmynd Sigurjóns er Z for Zacariah, með Chris Pine í aðalhlutverki, sem tekur þátt í aðalkeppninni á Sundance-kvikmyndahátíðinni nú í janúar. Meðframleiðandi að þeirri mynd, rétt eins og að sjónvarpsþáttaröðinni eftir bókum Yrsu, er íslenska kvikmyndafyrirtækið Zik Zak.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira