Samtal kvenna úr fortíð og nútíð 15. desember 2014 11:00 Arna Valsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir Mynd/Auðunn Níelsson „Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira