Byrjaði sem vinnustofupartí Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2014 13:30 Sigurbjörn Jónsson: „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður.“ Vísir/GVA „Þetta er orðinn árlegur viðburður og ég er eiginlega búinn að týna tölunni á árunum, ætli þau séu ekki orðin sautján,“ segir Sigurbjörn Jónsson myndlistarmaður sem á morgun opnar vinnustofusýningu á verkum sínum í Stangarhyl 1a. „Ég sýni verk sem ég hef verið að mála síðustu mánuðina og opna pleisið fyrir gestum og gangandi.“ Vinnustofa Sigurbjörns er á heimili hans en hann segir að fjöldi gesta valdi ekki vandræðum. „Það koma yfirleitt svona tvö til þrjú hundruð manns, getur orðið svolítið þröngt en það bjargast nú alltaf. Þetta byrjaði bara óvart og átti að vera lítið jólapartí á vinnustofunni en það komu svo margir og var svo gaman að þetta festist í sessi.“ Spurður hvort verkin sem hann sýnir nú séu að einhverju leyti frábrugðin því sem hann hefur áður sýnt segir Sigurbjörn svo vera. „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður. En svo eru líka öðruvísi verk.“ Hann vill ekki ræða það frekar, verkin tala fyrir sig sjálf, segir hann, og við snúum okkur að því að ræða um opnun sýningarinnar sem stendur frá klukkan 17 til 20 á morgun. Þar verður að venju boðið upp á djassmúsík en skipulag þess hluta er í höndum Ómars Einarssonar gítarleikara. „Hann kemur alltaf með einhverja spilara með sér og spilar við opnunina,“ útskýrir Sigurbjörn. „Ég veit ekki betur en að í þetta sinn verði Haukur Gröndal með honum, en það er alveg í höndum Ómars, ég hef aldrei skipt mér neitt af því.“Sýningin er, eins og áður sagði, í vinnustofu Sigurbjörns í Stangarhyl 1a og hún verður opin milli klukkan 17 og 19 alla daga til 18. desember. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er orðinn árlegur viðburður og ég er eiginlega búinn að týna tölunni á árunum, ætli þau séu ekki orðin sautján,“ segir Sigurbjörn Jónsson myndlistarmaður sem á morgun opnar vinnustofusýningu á verkum sínum í Stangarhyl 1a. „Ég sýni verk sem ég hef verið að mála síðustu mánuðina og opna pleisið fyrir gestum og gangandi.“ Vinnustofa Sigurbjörns er á heimili hans en hann segir að fjöldi gesta valdi ekki vandræðum. „Það koma yfirleitt svona tvö til þrjú hundruð manns, getur orðið svolítið þröngt en það bjargast nú alltaf. Þetta byrjaði bara óvart og átti að vera lítið jólapartí á vinnustofunni en það komu svo margir og var svo gaman að þetta festist í sessi.“ Spurður hvort verkin sem hann sýnir nú séu að einhverju leyti frábrugðin því sem hann hefur áður sýnt segir Sigurbjörn svo vera. „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður. En svo eru líka öðruvísi verk.“ Hann vill ekki ræða það frekar, verkin tala fyrir sig sjálf, segir hann, og við snúum okkur að því að ræða um opnun sýningarinnar sem stendur frá klukkan 17 til 20 á morgun. Þar verður að venju boðið upp á djassmúsík en skipulag þess hluta er í höndum Ómars Einarssonar gítarleikara. „Hann kemur alltaf með einhverja spilara með sér og spilar við opnunina,“ útskýrir Sigurbjörn. „Ég veit ekki betur en að í þetta sinn verði Haukur Gröndal með honum, en það er alveg í höndum Ómars, ég hef aldrei skipt mér neitt af því.“Sýningin er, eins og áður sagði, í vinnustofu Sigurbjörns í Stangarhyl 1a og hún verður opin milli klukkan 17 og 19 alla daga til 18. desember.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira