Kate Beckinsale, Paula Patton, Jeremy Piven og Peter Krause munu lesa upp tilnefningarnar til Golden Globe-verðlaunanna í beinni útsendingu í Today-þættinum á sjónvarpsstöðinni NBC í dag.
Tilnefnt verður í 25 mismunandi flokkum fyrir þessa 72. Golden Globe-hátíð sem fer fram 11. janúar á næsta ári.
Þriðja árið í röð verða kynnar kvöldsins þær Tina Fey og Amy Poehler. Á síðustu hátíð var 12 Years a Slave kjörin besta myndin.
Tilnefningar til Golden Globe í dag
