Unnu verkin saman hvor í sínu landi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2014 16:30 Eitt þeirra verka sem þær Ásdís og Arna Gná unnu saman. „Við Arna Gná ákváðum að leggja lokahönd á nokkur málverk hvor annarrar, þrátt fyrir að hún búi í Strassborg en ég hér heima og handbragð okkar sé afar ólíkt. Okkur hefur komið skemmtilega á óvart hvað það kemur vel út,“ segir Ásdís Spanó myndlistarmaður. Hún og Arna Gná Gunnarsdóttir opna sýningu í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn og sýna þar tíu málverk sem þær hafa sent á milli landa með póstinum og unnið sameiginlega og einnig nokkur sem þær hafa gert hvor í sínu lagi.Málverk úr smiðju Örnu Gnáar.Ásdís segir þær Örnu Gná hafa verið með sömu vinnustofu um tíma áður en sú síðarnefnda fór til Strassborgar. „Við erum báðar að vinna í abstraktmálverkum og þannig á svipuðum slóðum í listinni en með ólíka nálgun. Allt okkar samkrull hefur þó verið upplýsandi fyrir okkur báðar,“ segir hún og telur að á sýningunni verði hægt að sjá áhrifin af samvinnunni smitast yfir í verkin sem þær vinna einar og sér.Ásdís Spanó var á leið upp í Mosó að setja upp sýninguna þegar í hana náðist.Sýningin heitir (Ó)fyrirséð enda segir Ásdís þær Örnu Gná gera tilraunir með margs konar efni í verkunum. „Arna Gná er litaglaðari en ég en báðar reynum við að kalla fram spennu í verkum okkar.“ Ásdís lifir líka í vissri spennu því þegar þetta símtal fer fram er vitlaust veður en hún að leggja af stað upp í Mosfellsbæ að undirbúa sýninguna. Hún hlakkar til að setja upp verkin þar. „Listasalurinn er í bókasafninu,“ tekur hún fram. „Mjög fínn salur og bjartur.“ Arna Gná býr og starfar í Strassborg í Frakklandi. Hún hóf nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist þaðan árið 2006 með BA-gráðu í myndlist. Hún sótti einnig myndlistarnám við listaháskólann í Bergen og Kungliga konsthögskolan í Stokkhólmi. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í Aurum í Bankastræti og í Gallerí Vegg. Ásdís Spanó býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt á samsýningum og einkasýningum. Hún sótti einnig myndlistarnám við Central Saint Martins, University of the Arts í London og við Accademia di Belle Arti í Bologna á Ítalíu. Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við Arna Gná ákváðum að leggja lokahönd á nokkur málverk hvor annarrar, þrátt fyrir að hún búi í Strassborg en ég hér heima og handbragð okkar sé afar ólíkt. Okkur hefur komið skemmtilega á óvart hvað það kemur vel út,“ segir Ásdís Spanó myndlistarmaður. Hún og Arna Gná Gunnarsdóttir opna sýningu í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn og sýna þar tíu málverk sem þær hafa sent á milli landa með póstinum og unnið sameiginlega og einnig nokkur sem þær hafa gert hvor í sínu lagi.Málverk úr smiðju Örnu Gnáar.Ásdís segir þær Örnu Gná hafa verið með sömu vinnustofu um tíma áður en sú síðarnefnda fór til Strassborgar. „Við erum báðar að vinna í abstraktmálverkum og þannig á svipuðum slóðum í listinni en með ólíka nálgun. Allt okkar samkrull hefur þó verið upplýsandi fyrir okkur báðar,“ segir hún og telur að á sýningunni verði hægt að sjá áhrifin af samvinnunni smitast yfir í verkin sem þær vinna einar og sér.Ásdís Spanó var á leið upp í Mosó að setja upp sýninguna þegar í hana náðist.Sýningin heitir (Ó)fyrirséð enda segir Ásdís þær Örnu Gná gera tilraunir með margs konar efni í verkunum. „Arna Gná er litaglaðari en ég en báðar reynum við að kalla fram spennu í verkum okkar.“ Ásdís lifir líka í vissri spennu því þegar þetta símtal fer fram er vitlaust veður en hún að leggja af stað upp í Mosfellsbæ að undirbúa sýninguna. Hún hlakkar til að setja upp verkin þar. „Listasalurinn er í bókasafninu,“ tekur hún fram. „Mjög fínn salur og bjartur.“ Arna Gná býr og starfar í Strassborg í Frakklandi. Hún hóf nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist þaðan árið 2006 með BA-gráðu í myndlist. Hún sótti einnig myndlistarnám við listaháskólann í Bergen og Kungliga konsthögskolan í Stokkhólmi. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í Aurum í Bankastræti og í Gallerí Vegg. Ásdís Spanó býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt á samsýningum og einkasýningum. Hún sótti einnig myndlistarnám við Central Saint Martins, University of the Arts í London og við Accademia di Belle Arti í Bologna á Ítalíu.
Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira