Unnu verkin saman hvor í sínu landi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2014 16:30 Eitt þeirra verka sem þær Ásdís og Arna Gná unnu saman. „Við Arna Gná ákváðum að leggja lokahönd á nokkur málverk hvor annarrar, þrátt fyrir að hún búi í Strassborg en ég hér heima og handbragð okkar sé afar ólíkt. Okkur hefur komið skemmtilega á óvart hvað það kemur vel út,“ segir Ásdís Spanó myndlistarmaður. Hún og Arna Gná Gunnarsdóttir opna sýningu í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn og sýna þar tíu málverk sem þær hafa sent á milli landa með póstinum og unnið sameiginlega og einnig nokkur sem þær hafa gert hvor í sínu lagi.Málverk úr smiðju Örnu Gnáar.Ásdís segir þær Örnu Gná hafa verið með sömu vinnustofu um tíma áður en sú síðarnefnda fór til Strassborgar. „Við erum báðar að vinna í abstraktmálverkum og þannig á svipuðum slóðum í listinni en með ólíka nálgun. Allt okkar samkrull hefur þó verið upplýsandi fyrir okkur báðar,“ segir hún og telur að á sýningunni verði hægt að sjá áhrifin af samvinnunni smitast yfir í verkin sem þær vinna einar og sér.Ásdís Spanó var á leið upp í Mosó að setja upp sýninguna þegar í hana náðist.Sýningin heitir (Ó)fyrirséð enda segir Ásdís þær Örnu Gná gera tilraunir með margs konar efni í verkunum. „Arna Gná er litaglaðari en ég en báðar reynum við að kalla fram spennu í verkum okkar.“ Ásdís lifir líka í vissri spennu því þegar þetta símtal fer fram er vitlaust veður en hún að leggja af stað upp í Mosfellsbæ að undirbúa sýninguna. Hún hlakkar til að setja upp verkin þar. „Listasalurinn er í bókasafninu,“ tekur hún fram. „Mjög fínn salur og bjartur.“ Arna Gná býr og starfar í Strassborg í Frakklandi. Hún hóf nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist þaðan árið 2006 með BA-gráðu í myndlist. Hún sótti einnig myndlistarnám við listaháskólann í Bergen og Kungliga konsthögskolan í Stokkhólmi. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í Aurum í Bankastræti og í Gallerí Vegg. Ásdís Spanó býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt á samsýningum og einkasýningum. Hún sótti einnig myndlistarnám við Central Saint Martins, University of the Arts í London og við Accademia di Belle Arti í Bologna á Ítalíu. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við Arna Gná ákváðum að leggja lokahönd á nokkur málverk hvor annarrar, þrátt fyrir að hún búi í Strassborg en ég hér heima og handbragð okkar sé afar ólíkt. Okkur hefur komið skemmtilega á óvart hvað það kemur vel út,“ segir Ásdís Spanó myndlistarmaður. Hún og Arna Gná Gunnarsdóttir opna sýningu í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn og sýna þar tíu málverk sem þær hafa sent á milli landa með póstinum og unnið sameiginlega og einnig nokkur sem þær hafa gert hvor í sínu lagi.Málverk úr smiðju Örnu Gnáar.Ásdís segir þær Örnu Gná hafa verið með sömu vinnustofu um tíma áður en sú síðarnefnda fór til Strassborgar. „Við erum báðar að vinna í abstraktmálverkum og þannig á svipuðum slóðum í listinni en með ólíka nálgun. Allt okkar samkrull hefur þó verið upplýsandi fyrir okkur báðar,“ segir hún og telur að á sýningunni verði hægt að sjá áhrifin af samvinnunni smitast yfir í verkin sem þær vinna einar og sér.Ásdís Spanó var á leið upp í Mosó að setja upp sýninguna þegar í hana náðist.Sýningin heitir (Ó)fyrirséð enda segir Ásdís þær Örnu Gná gera tilraunir með margs konar efni í verkunum. „Arna Gná er litaglaðari en ég en báðar reynum við að kalla fram spennu í verkum okkar.“ Ásdís lifir líka í vissri spennu því þegar þetta símtal fer fram er vitlaust veður en hún að leggja af stað upp í Mosfellsbæ að undirbúa sýninguna. Hún hlakkar til að setja upp verkin þar. „Listasalurinn er í bókasafninu,“ tekur hún fram. „Mjög fínn salur og bjartur.“ Arna Gná býr og starfar í Strassborg í Frakklandi. Hún hóf nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist þaðan árið 2006 með BA-gráðu í myndlist. Hún sótti einnig myndlistarnám við listaháskólann í Bergen og Kungliga konsthögskolan í Stokkhólmi. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í Aurum í Bankastræti og í Gallerí Vegg. Ásdís Spanó býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt á samsýningum og einkasýningum. Hún sótti einnig myndlistarnám við Central Saint Martins, University of the Arts í London og við Accademia di Belle Arti í Bologna á Ítalíu.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira