Úrslitaleikur fyrir Liverpool á Anfield í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Gerrard og félagar verða að fá þrjá punkta í kvöld. vísir/getty Það er allt eða ekkert hjá Liverpool í kvöld er lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst. Liverpool tekur þá á móti svissneska liðinu Basel og verður að vinna til þess að tryggja sér farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Basel er með tveimur stigum meira og dugir því jafntefli til að komast áfram. Það verða því átök á Anfield í kvöld. Liverpool er búið að spila fjóra leiki í röð í keppninni án þess að vinna og leikmenn liðsins verða því að rífa sig upp ef þeir ætla að komast áfram í fyrsta skipti síðan 2008. Basel vann fyrri leik liðanna, 1-0. „Við megum ekki fara á taugum heldur verðum við að vera þolinmóðir. Basel er virkilega gott lið og þeir hafa margsannað það síðustu árin með því að leggja sterk lið að velli,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Við vitum vel hvað við þurfum að gera og hver lykillinn er að því að vinna. Við verðum að vinna og okkar lið er best þegar allt er undir. Það var gott að halda hreinu um helgina og gefur okkur sjálfstraust. Við vörðumst sem lið og verðum að halda því áfram.“ Stjórinn segist hafa búist við því að allt gæti orðið undir í þessum leik sem hefur nú komið á daginn. „Takmarkið var alltaf að komast áfram í keppninni og það hefur ekkert breyst. Það verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég efast ekkert um að við munum fá frábæran stuðning en þessi leikur mun reyna á þolinmæðina.“ Juventus er einnig í erfiðri stöðu í kvöld en liðið þarf stig til að tryggja sig áfram í A-riðli. Tveggja marka sigur á Atletico myndi síðan tryggja liðinu sigur í riðlinum. Áhugaverð rimma í Tórínó. Monaco og Zenit berjast síðan um annan farseðilinn í C-riðli þar sem Leverkusen er þegar komið áfram. Spennan í D-riðli er aftur á móti engin þar sem Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Þar er þó verið að berjast um toppsæti riðilsins sem gæti reynst happadrjúgt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Það er allt eða ekkert hjá Liverpool í kvöld er lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst. Liverpool tekur þá á móti svissneska liðinu Basel og verður að vinna til þess að tryggja sér farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Basel er með tveimur stigum meira og dugir því jafntefli til að komast áfram. Það verða því átök á Anfield í kvöld. Liverpool er búið að spila fjóra leiki í röð í keppninni án þess að vinna og leikmenn liðsins verða því að rífa sig upp ef þeir ætla að komast áfram í fyrsta skipti síðan 2008. Basel vann fyrri leik liðanna, 1-0. „Við megum ekki fara á taugum heldur verðum við að vera þolinmóðir. Basel er virkilega gott lið og þeir hafa margsannað það síðustu árin með því að leggja sterk lið að velli,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Við vitum vel hvað við þurfum að gera og hver lykillinn er að því að vinna. Við verðum að vinna og okkar lið er best þegar allt er undir. Það var gott að halda hreinu um helgina og gefur okkur sjálfstraust. Við vörðumst sem lið og verðum að halda því áfram.“ Stjórinn segist hafa búist við því að allt gæti orðið undir í þessum leik sem hefur nú komið á daginn. „Takmarkið var alltaf að komast áfram í keppninni og það hefur ekkert breyst. Það verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég efast ekkert um að við munum fá frábæran stuðning en þessi leikur mun reyna á þolinmæðina.“ Juventus er einnig í erfiðri stöðu í kvöld en liðið þarf stig til að tryggja sig áfram í A-riðli. Tveggja marka sigur á Atletico myndi síðan tryggja liðinu sigur í riðlinum. Áhugaverð rimma í Tórínó. Monaco og Zenit berjast síðan um annan farseðilinn í C-riðli þar sem Leverkusen er þegar komið áfram. Spennan í D-riðli er aftur á móti engin þar sem Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Þar er þó verið að berjast um toppsæti riðilsins sem gæti reynst happadrjúgt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira