Tveir milljarðar í nýja sjúklingaskatta Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. desember 2014 00:00 Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er tilraun til að stöðva nokkrar verstu tillögur ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar sem margar hverjar vega að grunngildum samfélagsins sem áralöng sátt hefur ríkt um. Nemendur 25 ára og eldri eiga að halda rétti sínum til að stunda nám í framhaldsskólum, bæta á kjör öryrkja og eldri borgara, ekki á að ganga á rétt atvinnulausra til bóta, útvarpsgjald á að vera óskert og renna allt til RÚV eins og lög gera ráð fyrir. Í tillögunum er líka að finna mörg önnur réttlætis- og mannréttindamál. Einnig eru tillögur um framkvæmdir á ferðamannastöðum og til annarrar atvinnuuppbyggingar. Í tillögum stjórnarandstöðunnar er lagt til að Landspítalinn fái fjármagn til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði. Lagt er til að rekstur spítalans verði styrktur svo hægt sé að vinna á biðlistum sem lengjast enn vegna læknaverkfalls og að komið verði til móts við vanda BUGL. Ef fjárlög taka ekki breytingum nú í desember þá mun kostnaðarþátttaka sjúklinga hafa aukist um 1.900 milljónir króna í tíð sitjandi ríkisstjórnar og það án þess að nein stefnumarkandi umræða hafi farið fram. Þetta er gert þrátt fyrir að næstum 4% landsmanna hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna mikils kostnaðar árið 2012. Sambærilegt hlutfall á Norðurlöndum er nærri núlli og þangað eigum við að stefna. Leynt og ljóst er verið að færa kostnað frá ríkinu til sjúklinga. Það er ekki gert í nauðvörn til að ná mikilvægu markmiði um hallalaus fjárlög. Þetta gerist núna þegar staða ríkissjóðs batnar ár frá ári og meðan að ríkisstjórnin tekur ákvarðanir sem leiða til minni tekna af auðlindum landsins. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Annars fylgir enn meiri ójöfnuður og misskipting í kjölfarið. Náum samstöðu um tillögu sameinaðrar stjórnarandstöðu um að hækka ekki gjöld á sjúklinga og tryggjum heilbrigðisþjónustu allra óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er tilraun til að stöðva nokkrar verstu tillögur ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar sem margar hverjar vega að grunngildum samfélagsins sem áralöng sátt hefur ríkt um. Nemendur 25 ára og eldri eiga að halda rétti sínum til að stunda nám í framhaldsskólum, bæta á kjör öryrkja og eldri borgara, ekki á að ganga á rétt atvinnulausra til bóta, útvarpsgjald á að vera óskert og renna allt til RÚV eins og lög gera ráð fyrir. Í tillögunum er líka að finna mörg önnur réttlætis- og mannréttindamál. Einnig eru tillögur um framkvæmdir á ferðamannastöðum og til annarrar atvinnuuppbyggingar. Í tillögum stjórnarandstöðunnar er lagt til að Landspítalinn fái fjármagn til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði. Lagt er til að rekstur spítalans verði styrktur svo hægt sé að vinna á biðlistum sem lengjast enn vegna læknaverkfalls og að komið verði til móts við vanda BUGL. Ef fjárlög taka ekki breytingum nú í desember þá mun kostnaðarþátttaka sjúklinga hafa aukist um 1.900 milljónir króna í tíð sitjandi ríkisstjórnar og það án þess að nein stefnumarkandi umræða hafi farið fram. Þetta er gert þrátt fyrir að næstum 4% landsmanna hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna mikils kostnaðar árið 2012. Sambærilegt hlutfall á Norðurlöndum er nærri núlli og þangað eigum við að stefna. Leynt og ljóst er verið að færa kostnað frá ríkinu til sjúklinga. Það er ekki gert í nauðvörn til að ná mikilvægu markmiði um hallalaus fjárlög. Þetta gerist núna þegar staða ríkissjóðs batnar ár frá ári og meðan að ríkisstjórnin tekur ákvarðanir sem leiða til minni tekna af auðlindum landsins. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Annars fylgir enn meiri ójöfnuður og misskipting í kjölfarið. Náum samstöðu um tillögu sameinaðrar stjórnarandstöðu um að hækka ekki gjöld á sjúklinga og tryggjum heilbrigðisþjónustu allra óháð efnahag.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun