Syngur í Hörpu og fær smá jól í hjartað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 11:15 Glaðbeitt Samuel Ramey, Herdís Anna og Kristján hlakka til að syngja saman. Vísir/GVA „Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum. Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum.
Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira