Tónleikagestir fá að taka undir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 10:45 Söngfjelagið var stofnað fyrir þremur árum og auk þess að fagna sumri í Iðnó eru aðventutónleikar fastur liður í starfsemi þess. „Elsta lagið á tónleikunum er frá miðöldum en uppruna flestra jólalaganna má rekja til síðari hluta 19. aldar, sem kallaður hefur verið Viktoríutíminn. Öll eru þau í anda enskrar jólahefðar,“ segir Hilmar Örn Agnarsson um aðventutónleika Söngfélagsins sem verða á morgun í Langholtskirkju klukkan 16 og 20. Hilmar Örn segir mikla vakningu hafa orðið í varðveislu og skráningu á þjóðlögum og mörg ný jólalög og sálma hafa litið dagsins ljós á Viktoríutímanum. Það hafi orðið til að efla jólin sem fagnaðarhátíð alþýðunnar. „Tónlistin einkennist af gleði og fögnuði og hún hefur notið vinsælda víða um heim um árabil,“ segir Hilmar Örn og bætir við: „Líkt og tíðkast ytra gefst gestum kjörið tækifæri til að taka undir með kórnum í sígildum jólalögum.“ Í bland við ensku jólalögin verður flutt frönsk og íslensk jólatónlist auk þess sem frumflutt verður jólalag Söngfjelagsins 2014, Ave Maria, eftir Georg Kára Hilmarsson. Fyrrverandi organisti í Westminster Abbey verður meðal sérlegra gesta Söngfjelagsins á jólatónleikunum. Hann heitir Martin Neary. Auk hans verða þau Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón, og Adrian Peacock djúpbassi með á tónleikunum. Elísabet Waage leikur á hörpu og Peter Tompkins á óbó. Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Elsta lagið á tónleikunum er frá miðöldum en uppruna flestra jólalaganna má rekja til síðari hluta 19. aldar, sem kallaður hefur verið Viktoríutíminn. Öll eru þau í anda enskrar jólahefðar,“ segir Hilmar Örn Agnarsson um aðventutónleika Söngfélagsins sem verða á morgun í Langholtskirkju klukkan 16 og 20. Hilmar Örn segir mikla vakningu hafa orðið í varðveislu og skráningu á þjóðlögum og mörg ný jólalög og sálma hafa litið dagsins ljós á Viktoríutímanum. Það hafi orðið til að efla jólin sem fagnaðarhátíð alþýðunnar. „Tónlistin einkennist af gleði og fögnuði og hún hefur notið vinsælda víða um heim um árabil,“ segir Hilmar Örn og bætir við: „Líkt og tíðkast ytra gefst gestum kjörið tækifæri til að taka undir með kórnum í sígildum jólalögum.“ Í bland við ensku jólalögin verður flutt frönsk og íslensk jólatónlist auk þess sem frumflutt verður jólalag Söngfjelagsins 2014, Ave Maria, eftir Georg Kára Hilmarsson. Fyrrverandi organisti í Westminster Abbey verður meðal sérlegra gesta Söngfjelagsins á jólatónleikunum. Hann heitir Martin Neary. Auk hans verða þau Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón, og Adrian Peacock djúpbassi með á tónleikunum. Elísabet Waage leikur á hörpu og Peter Tompkins á óbó.
Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira