Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. desember 2014 06:30 Síðasta embættisverkið áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét dómsmálin í hendur Ólafar Nordal á fimmtudag var að tilkynnt um að lögreglan á Hornafirði tilheyrði Norðausturkjördæmi. Fréttablaðið/GVA Á meðan Ólöf Nordal tók formlega við sem nýr innanríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Hornafirði, Birni Inga Jónssyni, tilkynning um nýja reglugerð um að sveitarfélagið Hornafjörður teldist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sigmundar Davíðs sem dómsmálaráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson.Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri er reiður ákvörðun Sigmundar Davíðs og segist ekki hafa trúað tilkynningunni þegar hann fékk hana.Stjórnarþingmaður krefst skýringa Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, deilir á forsætisráðherra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Nýja reglugerðin kom sveitarstjórn Hornafjarðar og öllum í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að löggæsla fylgi kjördæmamörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn.Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Sigmund Davíð þurfa að útskýra ákvörðun sína.Var búið að skipuleggja vaktir Búið var að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjóranum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi „Sigmundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið,“ heldur bæjarstjórinn áfram. „Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið einhver þrýstingur.“Skrifaði strax bréf til þingmanna og ráðherra Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélagsins á framtíðarskipulagi lögregluumdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, að hagsmunum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglumála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Á meðan Ólöf Nordal tók formlega við sem nýr innanríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Hornafirði, Birni Inga Jónssyni, tilkynning um nýja reglugerð um að sveitarfélagið Hornafjörður teldist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sigmundar Davíðs sem dómsmálaráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson.Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri er reiður ákvörðun Sigmundar Davíðs og segist ekki hafa trúað tilkynningunni þegar hann fékk hana.Stjórnarþingmaður krefst skýringa Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, deilir á forsætisráðherra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Nýja reglugerðin kom sveitarstjórn Hornafjarðar og öllum í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að löggæsla fylgi kjördæmamörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn.Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Sigmund Davíð þurfa að útskýra ákvörðun sína.Var búið að skipuleggja vaktir Búið var að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjóranum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi „Sigmundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið,“ heldur bæjarstjórinn áfram. „Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið einhver þrýstingur.“Skrifaði strax bréf til þingmanna og ráðherra Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélagsins á framtíðarskipulagi lögregluumdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, að hagsmunum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglumála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.
Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira