Spjalla saman um tækni, heimslist og menningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 13:30 Listakonurnar Inga Elín, Ingunn Erna, Guðrún og Ragnheiður. Á myndina vantar Áslaugu og Unni. Vísir/GVA „Við vinnum allar við leirinn að staðaldri en sumar eru jafnframt í launavinnu annars staðar. Verkin okkar eru aðallega skúlptúrar og nytjahlutir,“ segir Ingunn Erna Stefánsdóttir, ein þeirra sex kvenna sem eru með opnar vinnustofur um helgina í SÍM-húsinu að Seljavegi 32. Skyldu þær verða með rennibekkina í gangi og leirinn upp að olnbogum? „Nei, ekki að þessu sinni en við verðum allar á staðnum,“ svarar hún. „Vinnustofurnar verða með öðru yfirbragði en þegar við tökum á móti gestum á Degi myndlistar í byrjun nóvember. Þá mótum við, rennum eða glerjum muni, erum sem sagt í vinnunni.“ Leirlistakonurnar eru Áslaug Höskuldsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Inga Elín, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir og Unnur Sæmundsdóttir. „Við vinnum mjög ólíkt þó við séum með svipaða grunnmenntun.Tækniaðferðirnar eru mismunandi þó leirinn sé aðalefnið,“ segir Ingunn Erna. Margir þættir myndlistar skarast í leirvinnslunni að sögn Ingunnar Ernu. Því þykir þeim stöllum gott að vera í SÍM-húsinu og geta deilt kunnáttu sinni og hugmyndum. „Það er frábært að geta spjallað saman um tækni, heimslistina og menningarmál almennt því í húsinu eru 50 vinnustofur og auk þess gestavinnustofur fyrir erlenda myndlistarmenn og samgangur á milli,“ segir Ingunn Erna. Í dag verður opið hjá listakonunum milli 16 og 20 og á morgun og sunnudag milli 12 og 16. Reynir Jónasson ætlar að mæta með harmóníkuna klukkan 18 í dag og leika ljúfa tóna. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við vinnum allar við leirinn að staðaldri en sumar eru jafnframt í launavinnu annars staðar. Verkin okkar eru aðallega skúlptúrar og nytjahlutir,“ segir Ingunn Erna Stefánsdóttir, ein þeirra sex kvenna sem eru með opnar vinnustofur um helgina í SÍM-húsinu að Seljavegi 32. Skyldu þær verða með rennibekkina í gangi og leirinn upp að olnbogum? „Nei, ekki að þessu sinni en við verðum allar á staðnum,“ svarar hún. „Vinnustofurnar verða með öðru yfirbragði en þegar við tökum á móti gestum á Degi myndlistar í byrjun nóvember. Þá mótum við, rennum eða glerjum muni, erum sem sagt í vinnunni.“ Leirlistakonurnar eru Áslaug Höskuldsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Inga Elín, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir og Unnur Sæmundsdóttir. „Við vinnum mjög ólíkt þó við séum með svipaða grunnmenntun.Tækniaðferðirnar eru mismunandi þó leirinn sé aðalefnið,“ segir Ingunn Erna. Margir þættir myndlistar skarast í leirvinnslunni að sögn Ingunnar Ernu. Því þykir þeim stöllum gott að vera í SÍM-húsinu og geta deilt kunnáttu sinni og hugmyndum. „Það er frábært að geta spjallað saman um tækni, heimslistina og menningarmál almennt því í húsinu eru 50 vinnustofur og auk þess gestavinnustofur fyrir erlenda myndlistarmenn og samgangur á milli,“ segir Ingunn Erna. Í dag verður opið hjá listakonunum milli 16 og 20 og á morgun og sunnudag milli 12 og 16. Reynir Jónasson ætlar að mæta með harmóníkuna klukkan 18 í dag og leika ljúfa tóna.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira