Opið bréf til heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun