Flottar konur með skrautlegt sálarlíf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 11:00 Hlín Agnarsdóttir leikstjóri leiðbeinir hluta leikkvennanna á æfingu í Iðnó. Mynd: Salvör Aradóttir Þetta er ljóðagjörningur sem þýðir það að við ætlum ekki bara að lesa ljóðin og flytja þau heldur aðeins leika þau líka,“ segir Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri ljóðagjörningsins Sál mín var dvergur á dansstað í gær, sem unninn er upp úr ljóðheimi Steinunnar Sigurðardóttur og verður sýndur í Iðnó í kvöld. „Það er svo mikið leikhús og samtal í ljóðum Steinunnar sem við nýtum okkur í sýningunni,“ bætir Hlín við. Þátttakendur í gjörningnum eru listakonur úr hópnum Leikhúslistakonur 50 plús sem starfað hefur í Iðnó síðan í september. „Þetta eru listakonur, leikkonur og tónlistarkonur og við göngum dálítið langt í því að nýta okkur leikhúsið til þess að koma þessum texta á framfæri,“ útskýrir Hlín. „Ljóð og leikhús standa svo nálægt hvort öðru þannig að það er mjög gaman að vinna með það.“ Það er sannkallað stórskotalið listakvenna sem að sýningunni stendur, en alls koma fram ellefu konur í sýningunni. Söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir hefur samið tónlist við nokkur ljóðanna sem hún mun syngja, Helga Björnsson hannar útlit og umgjörð og Hlín lofar glæsilegu sjóvi. „Þetta eru tíu flottar konur á síðkjólum,“ segir hún. „Þær eru eins og konurnar hennar Steinunnar sem eru flottar konur með skrautlegt sálarlíf, sem kemur ekki síst fram í ljóðunum.“ Steinunn hlaut á dögunum Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en það vissu listakonurnar að sjálfsögðu ekki þegar skipulagning gjörningsins hófst. „Ég ákvað þetta strax í haust þegar við komum saman, hópurinn,“ segir Hlín. „Ég hef lengi haft áhuga á að búa til svona gjörning úr ljóðum Steinunnar og raunar langar mig að fara lengra með konseptið og hreinlega búa til alvöru leikhús úr þessum ljóðum. Ég stefni að því ef þetta tekst vel hjá okkur á mánudagskvöldið.“ Dagkráin hefst í Iðnó klukkan 20 í kvöld og stendur í um það bil klukkutíma. „Við byrjum bara með þetta eina skipti en ef það gengur vel þá kannski endurtökum við leikinn síðar,“ segir Hlín. Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
Þetta er ljóðagjörningur sem þýðir það að við ætlum ekki bara að lesa ljóðin og flytja þau heldur aðeins leika þau líka,“ segir Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri ljóðagjörningsins Sál mín var dvergur á dansstað í gær, sem unninn er upp úr ljóðheimi Steinunnar Sigurðardóttur og verður sýndur í Iðnó í kvöld. „Það er svo mikið leikhús og samtal í ljóðum Steinunnar sem við nýtum okkur í sýningunni,“ bætir Hlín við. Þátttakendur í gjörningnum eru listakonur úr hópnum Leikhúslistakonur 50 plús sem starfað hefur í Iðnó síðan í september. „Þetta eru listakonur, leikkonur og tónlistarkonur og við göngum dálítið langt í því að nýta okkur leikhúsið til þess að koma þessum texta á framfæri,“ útskýrir Hlín. „Ljóð og leikhús standa svo nálægt hvort öðru þannig að það er mjög gaman að vinna með það.“ Það er sannkallað stórskotalið listakvenna sem að sýningunni stendur, en alls koma fram ellefu konur í sýningunni. Söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir hefur samið tónlist við nokkur ljóðanna sem hún mun syngja, Helga Björnsson hannar útlit og umgjörð og Hlín lofar glæsilegu sjóvi. „Þetta eru tíu flottar konur á síðkjólum,“ segir hún. „Þær eru eins og konurnar hennar Steinunnar sem eru flottar konur með skrautlegt sálarlíf, sem kemur ekki síst fram í ljóðunum.“ Steinunn hlaut á dögunum Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en það vissu listakonurnar að sjálfsögðu ekki þegar skipulagning gjörningsins hófst. „Ég ákvað þetta strax í haust þegar við komum saman, hópurinn,“ segir Hlín. „Ég hef lengi haft áhuga á að búa til svona gjörning úr ljóðum Steinunnar og raunar langar mig að fara lengra með konseptið og hreinlega búa til alvöru leikhús úr þessum ljóðum. Ég stefni að því ef þetta tekst vel hjá okkur á mánudagskvöldið.“ Dagkráin hefst í Iðnó klukkan 20 í kvöld og stendur í um það bil klukkutíma. „Við byrjum bara með þetta eina skipti en ef það gengur vel þá kannski endurtökum við leikinn síðar,“ segir Hlín.
Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira