Maðurinn sem hataði börn besti bókartitill ársins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 00:01 Þótt ekki eigi að dæma bækur af kápunni er óhjákvæmilegt að góður bókartitill hafi áhrif á val kaupenda og slæmur minnki áhugann á lestri bókarinnar. Fréttablaðið leitaði til nokkurra álitsgjafa og bað þá að velja besta og versta bókatitil ársins. vísir Besti titillinn Maðurinn sem hataði börn - Þórarinn Leifsson „Þetta er svona svipað og Karlar sem hata konur. Meiriháttar sterkt og fínt. Mann langar að vita af hverju.“ „Þetta er svo neikvætt og félagslega óvinsælt að maður verður eiginlega að fá að vita af hverju maðurinn hataði börn.“ „Þetta er alveg skothelt, menn eiga ekki að hata börn og þar sem hornin eru rekin í rétttrúnaðinn, þar er dínamík.“2. sætiÁstarmeistarinn - Oddný Eir Ævarsdóttir „Hljómar alveg spennandi. Er þetta eitthvað sadó/masó eða er þetta um hið upphafna platóníska? Maður verður að finna út úr því.“ „Fullkominn titill. Lævís eins og léleg auglýsing sem vekur samt forvitni manns. Svo er hann líka pínu sexí.“ „Hefur yfir sér yfirskilvitlegan blæ sem gerir mann forvitinn.“3. sætiDrápa - Gerður Kristný „Frábært nafn á ljóðaflokki, eins konar nútíma drápu, sem fjallar um dráp.“ „Sterkur titill, hrár og töff. Einn af þessum sem fær mann til að hugsa: Hvers vegna var hann ekki nýttur fyrr?“ „Drepa, drap, drápum, drepið. Fullkomin titill á hryllingsljóðabók. Gerður er klár.“Versti titillinnLitlu dauðarnir - Stefán Máni „Prentvillupúkinn hans hefur ekki verið í sambandi þegar hann klambraði þessu saman. Snara, Stefán, Snara!“ „Æ, hann hefur svo oft verið með betri titla, þetta þýðir ekki neitt og virkar ekki, a.m.k. ekki fyrir mig.“ „Fleirtala fer dauðanum afar illa.“2. sætiMMM - Marta María Jónasdóttir „Matreiðslubók eftir Mörtu Maríu, sem svo reyndar er Jónasdóttir. Hefði verið fullkomið ef hún væri Magnúsdóttir.“ „Mjög fyrirsjáanlegur og einstaklega óþjáll titill á matreiðslubók. Heyrðu, áttu nokkuð bókina þarna mmm?“3. sætiRogastanz - Ingibjörg Reynisdóttir „Ekki á vetur zetandi.“ „Zetan? Í alvöru? Er það ekki dálítið uppskrúfað árið 2014?“Umdeildir titlar Nokkrir titlar hlutu atkvæði bæði sem besti og versti titill – sitt sýnist hverjum.Gæðakonur - Steinunn SigurðardóttirBesti: „Nett vísun í Jónas Hallgrímsson sem segir manni að ekki séu konur bókarinnar endilega mjög góðar konur.“Versti: „Einhvern veginn eins og hann eigi að vera hnyttinn en nái því ekki og sé bara banal.“Kamp Knox - Arnaldur IndriðasonBesti: „Þessi steinliggur og er með hans betri. Braggahverfið vekur ávallt upp forvitni og alveg einstaklega góður á glæpasögu.“Versti: „Undarlega óþjált af svo stuttum titli að vera, einhvers staðar á milli Camp Knox og Kamp Nox.“Englaryk - Guðrún Eva MínervudóttirBesti: „Titill að hætti Guðrúnar Evu, fallegt orð á yfirborðinu en vekur hugrenningartengsl við myrkan óhugnað.“Versti: „Er bókin um eiturlyf, eða hvað?“Einnig nefndar Fjölmargar bækur fengu atkvæði þótt þær næðu ekki inn á topp þrjá og voru ýmis komment álitsgjafa óborganleg.Versti titillVestfirskir sjómenn, í blíðu og stríðu - Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman „Ég sé fyrir mér hommaskip í Súgandafirði. Þetta með blíðu og stríðu er svo tengt hjónabandinu. Fyrir vikið verður titillinn hálf skringilegur.“Besti titillSaga Garðabæjar I-IV - Steinar J. Lúðvíksson „Gegnsær titill sem tryggir fróðlegt innihald og langt og notalegt aðfangadagskvöld í náttbuxum með kakóbolla og konfektmola.“Versti titillKynlíf – já, takk - Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur „Kynlíf; já já. Þessi titill; nei, takk. Ég hugsa bara um grænmeti.“Besti titillSkálmöld - Einar Kárason „Flottur, stuttur og ótrúlega skemmtilega metalrokkaður af augljósum ástæðum, held ég.“Mest villandi titillSkálmöld hljóðbók!Álitsgjafar:Þorgeir Tryggvason textasmiður og Ljótur hálfvitiAnna Lea Friðriksdóttir bóksaliGísli Ásgeirsson þýðandiMagnús Teitsson prófarkalesariSilja Aðalsteinsdóttir bómenntagúrúBergsteinn Sigurðsson dagskrárgerðarmaðurMargrét Gústavsdóttir ritstjóriMaría Lilja Þrastardóttir blaðamaðurJakob Bjarnar Grétarsson gagnrýnandiKristín Jónsdóttir þýðandi Fréttir ársins 2014 Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Besti titillinn Maðurinn sem hataði börn - Þórarinn Leifsson „Þetta er svona svipað og Karlar sem hata konur. Meiriháttar sterkt og fínt. Mann langar að vita af hverju.“ „Þetta er svo neikvætt og félagslega óvinsælt að maður verður eiginlega að fá að vita af hverju maðurinn hataði börn.“ „Þetta er alveg skothelt, menn eiga ekki að hata börn og þar sem hornin eru rekin í rétttrúnaðinn, þar er dínamík.“2. sætiÁstarmeistarinn - Oddný Eir Ævarsdóttir „Hljómar alveg spennandi. Er þetta eitthvað sadó/masó eða er þetta um hið upphafna platóníska? Maður verður að finna út úr því.“ „Fullkominn titill. Lævís eins og léleg auglýsing sem vekur samt forvitni manns. Svo er hann líka pínu sexí.“ „Hefur yfir sér yfirskilvitlegan blæ sem gerir mann forvitinn.“3. sætiDrápa - Gerður Kristný „Frábært nafn á ljóðaflokki, eins konar nútíma drápu, sem fjallar um dráp.“ „Sterkur titill, hrár og töff. Einn af þessum sem fær mann til að hugsa: Hvers vegna var hann ekki nýttur fyrr?“ „Drepa, drap, drápum, drepið. Fullkomin titill á hryllingsljóðabók. Gerður er klár.“Versti titillinnLitlu dauðarnir - Stefán Máni „Prentvillupúkinn hans hefur ekki verið í sambandi þegar hann klambraði þessu saman. Snara, Stefán, Snara!“ „Æ, hann hefur svo oft verið með betri titla, þetta þýðir ekki neitt og virkar ekki, a.m.k. ekki fyrir mig.“ „Fleirtala fer dauðanum afar illa.“2. sætiMMM - Marta María Jónasdóttir „Matreiðslubók eftir Mörtu Maríu, sem svo reyndar er Jónasdóttir. Hefði verið fullkomið ef hún væri Magnúsdóttir.“ „Mjög fyrirsjáanlegur og einstaklega óþjáll titill á matreiðslubók. Heyrðu, áttu nokkuð bókina þarna mmm?“3. sætiRogastanz - Ingibjörg Reynisdóttir „Ekki á vetur zetandi.“ „Zetan? Í alvöru? Er það ekki dálítið uppskrúfað árið 2014?“Umdeildir titlar Nokkrir titlar hlutu atkvæði bæði sem besti og versti titill – sitt sýnist hverjum.Gæðakonur - Steinunn SigurðardóttirBesti: „Nett vísun í Jónas Hallgrímsson sem segir manni að ekki séu konur bókarinnar endilega mjög góðar konur.“Versti: „Einhvern veginn eins og hann eigi að vera hnyttinn en nái því ekki og sé bara banal.“Kamp Knox - Arnaldur IndriðasonBesti: „Þessi steinliggur og er með hans betri. Braggahverfið vekur ávallt upp forvitni og alveg einstaklega góður á glæpasögu.“Versti: „Undarlega óþjált af svo stuttum titli að vera, einhvers staðar á milli Camp Knox og Kamp Nox.“Englaryk - Guðrún Eva MínervudóttirBesti: „Titill að hætti Guðrúnar Evu, fallegt orð á yfirborðinu en vekur hugrenningartengsl við myrkan óhugnað.“Versti: „Er bókin um eiturlyf, eða hvað?“Einnig nefndar Fjölmargar bækur fengu atkvæði þótt þær næðu ekki inn á topp þrjá og voru ýmis komment álitsgjafa óborganleg.Versti titillVestfirskir sjómenn, í blíðu og stríðu - Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman „Ég sé fyrir mér hommaskip í Súgandafirði. Þetta með blíðu og stríðu er svo tengt hjónabandinu. Fyrir vikið verður titillinn hálf skringilegur.“Besti titillSaga Garðabæjar I-IV - Steinar J. Lúðvíksson „Gegnsær titill sem tryggir fróðlegt innihald og langt og notalegt aðfangadagskvöld í náttbuxum með kakóbolla og konfektmola.“Versti titillKynlíf – já, takk - Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur „Kynlíf; já já. Þessi titill; nei, takk. Ég hugsa bara um grænmeti.“Besti titillSkálmöld - Einar Kárason „Flottur, stuttur og ótrúlega skemmtilega metalrokkaður af augljósum ástæðum, held ég.“Mest villandi titillSkálmöld hljóðbók!Álitsgjafar:Þorgeir Tryggvason textasmiður og Ljótur hálfvitiAnna Lea Friðriksdóttir bóksaliGísli Ásgeirsson þýðandiMagnús Teitsson prófarkalesariSilja Aðalsteinsdóttir bómenntagúrúBergsteinn Sigurðsson dagskrárgerðarmaðurMargrét Gústavsdóttir ritstjóriMaría Lilja Þrastardóttir blaðamaðurJakob Bjarnar Grétarsson gagnrýnandiKristín Jónsdóttir þýðandi
Fréttir ársins 2014 Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira