Eigið fé í kringum núll Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 07:00 Um leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu. Ef við skoðum útfærslu leiðréttingarinnar kemur fram að 70% fjárhæðar leiðréttingar rennur til einstaklinga sem eiga minna en 11 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 25 milljónir í eigin fé. En tíðasta gildi leiðréttingarinnar er þar sem eigið fé er í kringum núll. Því er ekki hægt að halda því fram að auðvaldsmenn séu að soga leiðréttinguna til sín án þess að þurfa á henni að halda og því síður hægt að skilja hvers vegna þetta sama fólk sótti um valfrjálsa leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum til þess eins að koma ríkidæmi sínu á framfæri. Því ef við lítum aftur á leiðréttinguna þá mun stærstur hluti hennar fara til fólks sem er yngra en 50 ára, á lítið eigið fé í húsnæði sínu, er með lágar tekjur og skuldar á bilinu 15–30 milljónir. Gíslataka leiðréttingar Þetta er ekki auðvaldið, þetta er ekki fólkið sem fór óvarlega og kom sér í ofurskuldir og því síður er þetta fólk sem á mikið eigið fé í húsnæði sínu. Ef við viljum fá nánara dæmi getum við séð að 55% fjárhæðar leiðréttingar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir í eigin fé. Þeir sem telja sig vel setta halda niðurstöðu leiðréttingarinnar í gíslingu, eins og enginn megi gleðjast og helst eigi að fyrirlíta þá upphæð sem fólk sá birtast á skjánum hjá sér þann 11. nóvember síðastliðinn. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða heimila í húsnæði aukast með beinum hætti um leið og lág verðbólga og hækkandi fasteignamat styrkir stöðu þeirra. Um 4.000 aðilar munu færast yfir í jákvætt fé. Þegar ráðstöfunartekjur aukast, afborganir lána lækka og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, það er 91 þúsund einstaklinga, styrkist er ekki annað hægt en að fagna með samborgurum sínum sem fá lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda þó hún sé ekki full leiðrétting á þeim forsendubresti sem varð. Við stígum þó skrefin í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu. Ef við skoðum útfærslu leiðréttingarinnar kemur fram að 70% fjárhæðar leiðréttingar rennur til einstaklinga sem eiga minna en 11 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 25 milljónir í eigin fé. En tíðasta gildi leiðréttingarinnar er þar sem eigið fé er í kringum núll. Því er ekki hægt að halda því fram að auðvaldsmenn séu að soga leiðréttinguna til sín án þess að þurfa á henni að halda og því síður hægt að skilja hvers vegna þetta sama fólk sótti um valfrjálsa leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum til þess eins að koma ríkidæmi sínu á framfæri. Því ef við lítum aftur á leiðréttinguna þá mun stærstur hluti hennar fara til fólks sem er yngra en 50 ára, á lítið eigið fé í húsnæði sínu, er með lágar tekjur og skuldar á bilinu 15–30 milljónir. Gíslataka leiðréttingar Þetta er ekki auðvaldið, þetta er ekki fólkið sem fór óvarlega og kom sér í ofurskuldir og því síður er þetta fólk sem á mikið eigið fé í húsnæði sínu. Ef við viljum fá nánara dæmi getum við séð að 55% fjárhæðar leiðréttingar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir í eigin fé. Þeir sem telja sig vel setta halda niðurstöðu leiðréttingarinnar í gíslingu, eins og enginn megi gleðjast og helst eigi að fyrirlíta þá upphæð sem fólk sá birtast á skjánum hjá sér þann 11. nóvember síðastliðinn. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða heimila í húsnæði aukast með beinum hætti um leið og lág verðbólga og hækkandi fasteignamat styrkir stöðu þeirra. Um 4.000 aðilar munu færast yfir í jákvætt fé. Þegar ráðstöfunartekjur aukast, afborganir lána lækka og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, það er 91 þúsund einstaklinga, styrkist er ekki annað hægt en að fagna með samborgurum sínum sem fá lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda þó hún sé ekki full leiðrétting á þeim forsendubresti sem varð. Við stígum þó skrefin í rétta átt.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar