Þar ræður hauststemning ríkjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 11:15 Tríóið Aladár Rácz, Gunnhildur Halla og Ármann spila á 15.15. tónleikasyrpu Norræna hússins á morgun. „Ég hef sjaldan spilað jafn fjölbreytt prógram, við förum úr einu í annað en það er mjög gaman,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleikana í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15. Þeir hafa yfirskriftina Brahms, Bruch og blóðheitur tangó. „Við fluttum þessa dagskrá í Hofi á Akureyri og hún féll í góðan jarðveg. Sérstaklega vakti verkið „Vertical Time Study“ eftir japanska tónskáldið Toshio Hosokawa mikla hrifningu. Það fjallar um það að höndla núið og fólk setti greinilega ímyndunaraflið í gang.“ Ármann segir dagskrána vísa til haustsins. „Við hefjum leikinn á þremur lögum eftir Max Bruch en stærsta verkið er Brahms-tríóið op. 114, sem er mikill gullmoli í klarínettubókmenntunum og er samið á þessum árstíma. Brahms hafði ekki samið neitt í þrjú ár og var sestur í helgan stein þegar hann heyrði virtan klarínettuleikara spila og hreifst svo að hann skrifaði fjögur klarínettuverk fyrir hann sem er ægifögur músík. Svo förum við til Argentínu í tangósveifluna þar, ryþmíska tónlist og flotta eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla.“ Allt eru þetta verk fyrir klarínettu, selló og píanó og með Ármanni klarínettuleikara eru Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló og Aladár Rácz á píanó. „Það var mjög gaman að vinna með þessu fólki,“ segir Ármann og tekur fram að miðar séu seldir við innganginn á 2.000 krónur nema hvað eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn greiði 1.000 krónur. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég hef sjaldan spilað jafn fjölbreytt prógram, við förum úr einu í annað en það er mjög gaman,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleikana í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15. Þeir hafa yfirskriftina Brahms, Bruch og blóðheitur tangó. „Við fluttum þessa dagskrá í Hofi á Akureyri og hún féll í góðan jarðveg. Sérstaklega vakti verkið „Vertical Time Study“ eftir japanska tónskáldið Toshio Hosokawa mikla hrifningu. Það fjallar um það að höndla núið og fólk setti greinilega ímyndunaraflið í gang.“ Ármann segir dagskrána vísa til haustsins. „Við hefjum leikinn á þremur lögum eftir Max Bruch en stærsta verkið er Brahms-tríóið op. 114, sem er mikill gullmoli í klarínettubókmenntunum og er samið á þessum árstíma. Brahms hafði ekki samið neitt í þrjú ár og var sestur í helgan stein þegar hann heyrði virtan klarínettuleikara spila og hreifst svo að hann skrifaði fjögur klarínettuverk fyrir hann sem er ægifögur músík. Svo förum við til Argentínu í tangósveifluna þar, ryþmíska tónlist og flotta eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla.“ Allt eru þetta verk fyrir klarínettu, selló og píanó og með Ármanni klarínettuleikara eru Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló og Aladár Rácz á píanó. „Það var mjög gaman að vinna með þessu fólki,“ segir Ármann og tekur fram að miðar séu seldir við innganginn á 2.000 krónur nema hvað eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn greiði 1.000 krónur.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira