Upptökum er lokið á sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent sem verður sýndur á Stöð 2 í lok janúar á næsta ári.
Einn af dómurum þáttanna er Selma Björnsdóttir, sem er um þessar mundir að leikstýra í Svíþjóð. Af þeim ástæðum þurfti að hún að fljúga til og frá Stokkhólmi á milli tökudaga. Hún flaug til dæmis á mánudagsmorgni til Svíþjóðar en fór svo aftur heim til Íslands á fimmtudagseftirmiðdegi. Síðastliðinn mánudagsmorgun fór hún svo aftur til Stokkhólms eftir lokatökurnar.
Aðrir dómarar í Ísland Got Talent eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Jón Jónsson.
Selma flaug frá Stokkhólmi
