Túlkar hvert spark sem ánægju Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 00:01 Sigríður Eir segir að allir muni skilja ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Fréttablaðið/Ernir Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund. Airwaves Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund.
Airwaves Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira