Ástarsamband þjóðarinnar við strákana lifnaði á ný Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2014 09:15 Alexander Petersson og strákarnir sýndu hvað í þeim býr. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta tóku út alla sína gremju eftir vonbrigði sumarsins á Ísraelsmönnum þegar liðin mættust í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2016 í handbolta í Laugardalshöll í gærkvöldi. Eftir erfiðar fyrstu 22 mínútur keyrðu okkar menn yfir gestina og sýndu þeim enga miskunn. Lokatölur, 36-19, sautján marka sigur. Það tók strákana lungann úr fyrri hálfleik að komast almennilega í gang. Þeir komust fljótt í 4-1 og þegar Guðjón Valur skoraði, 5-2, og öskraði af gleði eins og um síðasta markið á ferlinum væri að ræða hélt maður að nú fengju gestirnir að finna fyrir því. Þeir fengu það á endanum – en ekki alveg strax. Ísraelsmenn buðu ekki upp á flóknasta sóknarleik í heimi; svolítið bara handbolti 101 með klippingum fram og til baka í leit að skotfæri. Það gekk erfiðlega fyrir þá að finna sér skotfæri, en einhvern veginn tókst þeim að troða boltanum í netið trekk í trekk. Eftir 22 mínútna leik var aðeins tveggja marka munur á liðunum, 11-9, og stemningin í Höllinni ekki mikil.vísir/vilhelmÞað var eins og fólkið í stúkunni væri ekki alveg tilbúið að taka strákana í sátt. Fólk veit ekki enn hvernig það ætlar að tækla janúarmánuð án stórmóts í handbolta. Stórmótin eru það eina sem hefur hjálpað þjóðinni í skammdegisþunglyndinu í janúar með VISA-reikningana fyrir jólatörnina hangandi yfir sér. En þetta lagaðist allt undir lok fyrri hálfleiks og hófst þegar Aron Rafn Eðvarðsson kom í markið. Haukamaðurinn hávaxni varði öll fjögur skotin sem hann fékk á sig síðustu átta mínúturnar í fyrri hálfleik og þannig náðu okkar menn að slíta sig frá gestunum. Staðan 14-9 í hálfleik og aðalmarkvörður Ísraels, Eldar Shikloshi, farinn út af með rautt spjald fyrir að stöðva Guðjón Val með heimskulegu úthlaupi. Það var ástæða fyrir því að Shikloshi byrjaði í markinu. Staðgengill hans hafði ekkert inn á völlinn að gera í svona leik.vísir/vilhelmÁstarsamband þjóðarinnar og landsliðsins lifnaði svo á ný í seinni hálfleik. Okkar menn komu brjálaðir til leiks og hófu að valta yfir gestina. Þeir áttu ekki möguleika. Vörnin var hreyfanleg, Aron varði vel ríflega helming skotanna sem hann fékk á sig og hraðaupphlaupin skiluðu samtals ellefu auðveldum mörkum. Fólkið á pöllunum byrjaði að hrópa eftirnöfn strákanna þegar vallarþulurinn bar fram það fyrra eftir hvert mark. Stemningin var orðin aftur eins og á handboltaleik með strákunum okkar. Allt fyrirgefið – allavega fram á sunnudaginn þegar Ísland mætir Svartfellingum í öðrum leik liðsins í undankeppninni.vísir/vilhelmÍ heildina var lítið að marka leikinn nema það að við fengum að sjá okkar menn svara fyrir sig og það gerðu þeir með stæl. Getumunurinn alltof mikill til að sjá raunverulegan styrk íslenska liðsins á þessari stundu. Sóknarleikurinn stífur til að byrja með en mun betri í þeim síðari. Það besta við leikinn var að Aron Kristjánsson gat rúllað á liðinu og leyft þeim sem vanalega spila minna að sanna sig. Þeir nýttu allir tækifærin. Sigurbergur Sveinsson var í ham og skoraði sex mörk í sjö skotum; „Svifbergur“ kominn aftur með látum í landsliðið. Þýskalandsförin gert honum gott. Ernir Hrafn Arnarson var með nokkra tæknifeila en hristi það af sér og spilaði vel, Stefán Rafn spilaði eins og hann gerði ekkert annað en að raða inn mörkum fyrir landsliðið og Bjarki Már Gunnarsson kom flottur inn í vörnina. Þetta var straujun eins og hún gerist best til að koma beygðu liði aftur í gang. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34 Aron Rafn: Maður verður alltaf að vera klár Markvörðurinn hávaxni kom sterkur inn í kvöld og varði allt hvað af tók gegn Ísrael. 29. október 2014 22:05 Snorri Steinn: Enginn á felgunni eftir þennan leik Leikstjórnandi íslenska liðsins sáttur með hvað hægt var að spila á mörgum mönnum. 29. október 2014 22:04 Aron: Ekki auðvelt að vinna svona stóra sigra Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu í stórsigrinum gegn Ísrael í kvöld. 29. október 2014 22:03 Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta tóku út alla sína gremju eftir vonbrigði sumarsins á Ísraelsmönnum þegar liðin mættust í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2016 í handbolta í Laugardalshöll í gærkvöldi. Eftir erfiðar fyrstu 22 mínútur keyrðu okkar menn yfir gestina og sýndu þeim enga miskunn. Lokatölur, 36-19, sautján marka sigur. Það tók strákana lungann úr fyrri hálfleik að komast almennilega í gang. Þeir komust fljótt í 4-1 og þegar Guðjón Valur skoraði, 5-2, og öskraði af gleði eins og um síðasta markið á ferlinum væri að ræða hélt maður að nú fengju gestirnir að finna fyrir því. Þeir fengu það á endanum – en ekki alveg strax. Ísraelsmenn buðu ekki upp á flóknasta sóknarleik í heimi; svolítið bara handbolti 101 með klippingum fram og til baka í leit að skotfæri. Það gekk erfiðlega fyrir þá að finna sér skotfæri, en einhvern veginn tókst þeim að troða boltanum í netið trekk í trekk. Eftir 22 mínútna leik var aðeins tveggja marka munur á liðunum, 11-9, og stemningin í Höllinni ekki mikil.vísir/vilhelmÞað var eins og fólkið í stúkunni væri ekki alveg tilbúið að taka strákana í sátt. Fólk veit ekki enn hvernig það ætlar að tækla janúarmánuð án stórmóts í handbolta. Stórmótin eru það eina sem hefur hjálpað þjóðinni í skammdegisþunglyndinu í janúar með VISA-reikningana fyrir jólatörnina hangandi yfir sér. En þetta lagaðist allt undir lok fyrri hálfleiks og hófst þegar Aron Rafn Eðvarðsson kom í markið. Haukamaðurinn hávaxni varði öll fjögur skotin sem hann fékk á sig síðustu átta mínúturnar í fyrri hálfleik og þannig náðu okkar menn að slíta sig frá gestunum. Staðan 14-9 í hálfleik og aðalmarkvörður Ísraels, Eldar Shikloshi, farinn út af með rautt spjald fyrir að stöðva Guðjón Val með heimskulegu úthlaupi. Það var ástæða fyrir því að Shikloshi byrjaði í markinu. Staðgengill hans hafði ekkert inn á völlinn að gera í svona leik.vísir/vilhelmÁstarsamband þjóðarinnar og landsliðsins lifnaði svo á ný í seinni hálfleik. Okkar menn komu brjálaðir til leiks og hófu að valta yfir gestina. Þeir áttu ekki möguleika. Vörnin var hreyfanleg, Aron varði vel ríflega helming skotanna sem hann fékk á sig og hraðaupphlaupin skiluðu samtals ellefu auðveldum mörkum. Fólkið á pöllunum byrjaði að hrópa eftirnöfn strákanna þegar vallarþulurinn bar fram það fyrra eftir hvert mark. Stemningin var orðin aftur eins og á handboltaleik með strákunum okkar. Allt fyrirgefið – allavega fram á sunnudaginn þegar Ísland mætir Svartfellingum í öðrum leik liðsins í undankeppninni.vísir/vilhelmÍ heildina var lítið að marka leikinn nema það að við fengum að sjá okkar menn svara fyrir sig og það gerðu þeir með stæl. Getumunurinn alltof mikill til að sjá raunverulegan styrk íslenska liðsins á þessari stundu. Sóknarleikurinn stífur til að byrja með en mun betri í þeim síðari. Það besta við leikinn var að Aron Kristjánsson gat rúllað á liðinu og leyft þeim sem vanalega spila minna að sanna sig. Þeir nýttu allir tækifærin. Sigurbergur Sveinsson var í ham og skoraði sex mörk í sjö skotum; „Svifbergur“ kominn aftur með látum í landsliðið. Þýskalandsförin gert honum gott. Ernir Hrafn Arnarson var með nokkra tæknifeila en hristi það af sér og spilaði vel, Stefán Rafn spilaði eins og hann gerði ekkert annað en að raða inn mörkum fyrir landsliðið og Bjarki Már Gunnarsson kom flottur inn í vörnina. Þetta var straujun eins og hún gerist best til að koma beygðu liði aftur í gang.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34 Aron Rafn: Maður verður alltaf að vera klár Markvörðurinn hávaxni kom sterkur inn í kvöld og varði allt hvað af tók gegn Ísrael. 29. október 2014 22:05 Snorri Steinn: Enginn á felgunni eftir þennan leik Leikstjórnandi íslenska liðsins sáttur með hvað hægt var að spila á mörgum mönnum. 29. október 2014 22:04 Aron: Ekki auðvelt að vinna svona stóra sigra Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu í stórsigrinum gegn Ísrael í kvöld. 29. október 2014 22:03 Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40
Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34
Aron Rafn: Maður verður alltaf að vera klár Markvörðurinn hávaxni kom sterkur inn í kvöld og varði allt hvað af tók gegn Ísrael. 29. október 2014 22:05
Snorri Steinn: Enginn á felgunni eftir þennan leik Leikstjórnandi íslenska liðsins sáttur með hvað hægt var að spila á mörgum mönnum. 29. október 2014 22:04
Aron: Ekki auðvelt að vinna svona stóra sigra Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu í stórsigrinum gegn Ísrael í kvöld. 29. október 2014 22:03
Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45