Að glata yfirburðastöðu Stjórnarmaðurinn skrifar 29. október 2014 09:00 Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. Bókhaldshneisan er síðasta hálmstráið í lengri raunasögu, sem hófst þegar forstjórinn Terry Leahy lét af störfum. Tesco hefur verið með ríflega 30% markaðshlutdeild á matvælamarkaði í Bretlandi og tekjur félagsins námu árið 2013 tæpum 14.000 milljörðum íslenskra króna, eða 185-földum tekjum Haga. Þrátt fyrir þessar ótrúlegu stærðargráðu er vandamálið hjá Tesco a.m.k. tvíþætt. Annars vegar er Tesco skráð á markað, og því þrýstingur á félagið að vaxa. Hægara sagt en gert fyrir félag sem notið hefur yfirburðastöðu á heimamarkaði. Því þurfti Tesco að leita annarra leiða. Félagið stofnsetti eigin banka og farsímaþjónustu, á kaffihúsakeðju, garðvörukeðju, þróaði spjaldtölvu og streymiþjónustu í samkeppni við Netflix og hóf rekstur í Bandaríkjunum og Asíu. Tesco var komið langt frá upprunanum. Hins vegar hefur félagið flotið sofandi að feigðarósi. Tesco hélt að óþarft væri að hafa áhyggjur af nýju lágverðsverslununum Aldi og Lidl, sem saman hafa náð 10% af markaðnum í skjóli nætur. Tesco svaraði heldur ekki kalli tímans varðandi heimsendingu á matvælum, en þar hefur aðilum á borð við Ocado tekist að breyta neysluvenjum – fólk vill matinn upp að dyrum. Tesco situr því uppi með 4.000 risaverslanir sem fólk vill ekki versla í og þar sem leigusamningar eru oft og tíðum óhagstæðir. Sala dregst saman í flestum flokkum, hagnaður félagsins hefur helmingast, framlegð fer versnandi og varla annað í spilunum en að ráðast í hlutafjárhækkun. Íslensk dæmi sýna að ekki er ráðlegt fyrir ráðandi markaðsaðila að slíðra vopn sín. Morgunblaðið er ef til vill nýjasta og nærtækasta dæmið. Því er áhugavert að heimfæra vandræði Tesco upp á innlendan matvörumarkað þar sem Hagar, Kaupás og Samkaup ráða ríkjum. Á Íslandi eru vissulega lágverðsverslanir á borð við Bónus og Krónuna. Íslenskir matvælakaupmenn nota hins vegar þrisvar sinnum fleiri fermetra en breskir kollegar þeirra til að selja fyrir sömu upphæð. Þá er vefverslun í algerri mýflugumynd. Loks er langstærsti aðilinn á markaðnum í eigu lífeyrissjóða, en hætt er við því að hluthafar sem fara með annarra manna fé taki augun af boltanum. Stjórnarmaðurinn mun fylgjast með þróun á matvælamarkaði af áhuga.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30 Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. Bókhaldshneisan er síðasta hálmstráið í lengri raunasögu, sem hófst þegar forstjórinn Terry Leahy lét af störfum. Tesco hefur verið með ríflega 30% markaðshlutdeild á matvælamarkaði í Bretlandi og tekjur félagsins námu árið 2013 tæpum 14.000 milljörðum íslenskra króna, eða 185-földum tekjum Haga. Þrátt fyrir þessar ótrúlegu stærðargráðu er vandamálið hjá Tesco a.m.k. tvíþætt. Annars vegar er Tesco skráð á markað, og því þrýstingur á félagið að vaxa. Hægara sagt en gert fyrir félag sem notið hefur yfirburðastöðu á heimamarkaði. Því þurfti Tesco að leita annarra leiða. Félagið stofnsetti eigin banka og farsímaþjónustu, á kaffihúsakeðju, garðvörukeðju, þróaði spjaldtölvu og streymiþjónustu í samkeppni við Netflix og hóf rekstur í Bandaríkjunum og Asíu. Tesco var komið langt frá upprunanum. Hins vegar hefur félagið flotið sofandi að feigðarósi. Tesco hélt að óþarft væri að hafa áhyggjur af nýju lágverðsverslununum Aldi og Lidl, sem saman hafa náð 10% af markaðnum í skjóli nætur. Tesco svaraði heldur ekki kalli tímans varðandi heimsendingu á matvælum, en þar hefur aðilum á borð við Ocado tekist að breyta neysluvenjum – fólk vill matinn upp að dyrum. Tesco situr því uppi með 4.000 risaverslanir sem fólk vill ekki versla í og þar sem leigusamningar eru oft og tíðum óhagstæðir. Sala dregst saman í flestum flokkum, hagnaður félagsins hefur helmingast, framlegð fer versnandi og varla annað í spilunum en að ráðast í hlutafjárhækkun. Íslensk dæmi sýna að ekki er ráðlegt fyrir ráðandi markaðsaðila að slíðra vopn sín. Morgunblaðið er ef til vill nýjasta og nærtækasta dæmið. Því er áhugavert að heimfæra vandræði Tesco upp á innlendan matvörumarkað þar sem Hagar, Kaupás og Samkaup ráða ríkjum. Á Íslandi eru vissulega lágverðsverslanir á borð við Bónus og Krónuna. Íslenskir matvælakaupmenn nota hins vegar þrisvar sinnum fleiri fermetra en breskir kollegar þeirra til að selja fyrir sömu upphæð. Þá er vefverslun í algerri mýflugumynd. Loks er langstærsti aðilinn á markaðnum í eigu lífeyrissjóða, en hætt er við því að hluthafar sem fara með annarra manna fé taki augun af boltanum. Stjórnarmaðurinn mun fylgjast með þróun á matvælamarkaði af áhuga.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30 Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59
Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30
Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00