Að glata yfirburðastöðu Stjórnarmaðurinn skrifar 29. október 2014 09:00 Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. Bókhaldshneisan er síðasta hálmstráið í lengri raunasögu, sem hófst þegar forstjórinn Terry Leahy lét af störfum. Tesco hefur verið með ríflega 30% markaðshlutdeild á matvælamarkaði í Bretlandi og tekjur félagsins námu árið 2013 tæpum 14.000 milljörðum íslenskra króna, eða 185-földum tekjum Haga. Þrátt fyrir þessar ótrúlegu stærðargráðu er vandamálið hjá Tesco a.m.k. tvíþætt. Annars vegar er Tesco skráð á markað, og því þrýstingur á félagið að vaxa. Hægara sagt en gert fyrir félag sem notið hefur yfirburðastöðu á heimamarkaði. Því þurfti Tesco að leita annarra leiða. Félagið stofnsetti eigin banka og farsímaþjónustu, á kaffihúsakeðju, garðvörukeðju, þróaði spjaldtölvu og streymiþjónustu í samkeppni við Netflix og hóf rekstur í Bandaríkjunum og Asíu. Tesco var komið langt frá upprunanum. Hins vegar hefur félagið flotið sofandi að feigðarósi. Tesco hélt að óþarft væri að hafa áhyggjur af nýju lágverðsverslununum Aldi og Lidl, sem saman hafa náð 10% af markaðnum í skjóli nætur. Tesco svaraði heldur ekki kalli tímans varðandi heimsendingu á matvælum, en þar hefur aðilum á borð við Ocado tekist að breyta neysluvenjum – fólk vill matinn upp að dyrum. Tesco situr því uppi með 4.000 risaverslanir sem fólk vill ekki versla í og þar sem leigusamningar eru oft og tíðum óhagstæðir. Sala dregst saman í flestum flokkum, hagnaður félagsins hefur helmingast, framlegð fer versnandi og varla annað í spilunum en að ráðast í hlutafjárhækkun. Íslensk dæmi sýna að ekki er ráðlegt fyrir ráðandi markaðsaðila að slíðra vopn sín. Morgunblaðið er ef til vill nýjasta og nærtækasta dæmið. Því er áhugavert að heimfæra vandræði Tesco upp á innlendan matvörumarkað þar sem Hagar, Kaupás og Samkaup ráða ríkjum. Á Íslandi eru vissulega lágverðsverslanir á borð við Bónus og Krónuna. Íslenskir matvælakaupmenn nota hins vegar þrisvar sinnum fleiri fermetra en breskir kollegar þeirra til að selja fyrir sömu upphæð. Þá er vefverslun í algerri mýflugumynd. Loks er langstærsti aðilinn á markaðnum í eigu lífeyrissjóða, en hætt er við því að hluthafar sem fara með annarra manna fé taki augun af boltanum. Stjórnarmaðurinn mun fylgjast með þróun á matvælamarkaði af áhuga.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30 Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. Bókhaldshneisan er síðasta hálmstráið í lengri raunasögu, sem hófst þegar forstjórinn Terry Leahy lét af störfum. Tesco hefur verið með ríflega 30% markaðshlutdeild á matvælamarkaði í Bretlandi og tekjur félagsins námu árið 2013 tæpum 14.000 milljörðum íslenskra króna, eða 185-földum tekjum Haga. Þrátt fyrir þessar ótrúlegu stærðargráðu er vandamálið hjá Tesco a.m.k. tvíþætt. Annars vegar er Tesco skráð á markað, og því þrýstingur á félagið að vaxa. Hægara sagt en gert fyrir félag sem notið hefur yfirburðastöðu á heimamarkaði. Því þurfti Tesco að leita annarra leiða. Félagið stofnsetti eigin banka og farsímaþjónustu, á kaffihúsakeðju, garðvörukeðju, þróaði spjaldtölvu og streymiþjónustu í samkeppni við Netflix og hóf rekstur í Bandaríkjunum og Asíu. Tesco var komið langt frá upprunanum. Hins vegar hefur félagið flotið sofandi að feigðarósi. Tesco hélt að óþarft væri að hafa áhyggjur af nýju lágverðsverslununum Aldi og Lidl, sem saman hafa náð 10% af markaðnum í skjóli nætur. Tesco svaraði heldur ekki kalli tímans varðandi heimsendingu á matvælum, en þar hefur aðilum á borð við Ocado tekist að breyta neysluvenjum – fólk vill matinn upp að dyrum. Tesco situr því uppi með 4.000 risaverslanir sem fólk vill ekki versla í og þar sem leigusamningar eru oft og tíðum óhagstæðir. Sala dregst saman í flestum flokkum, hagnaður félagsins hefur helmingast, framlegð fer versnandi og varla annað í spilunum en að ráðast í hlutafjárhækkun. Íslensk dæmi sýna að ekki er ráðlegt fyrir ráðandi markaðsaðila að slíðra vopn sín. Morgunblaðið er ef til vill nýjasta og nærtækasta dæmið. Því er áhugavert að heimfæra vandræði Tesco upp á innlendan matvörumarkað þar sem Hagar, Kaupás og Samkaup ráða ríkjum. Á Íslandi eru vissulega lágverðsverslanir á borð við Bónus og Krónuna. Íslenskir matvælakaupmenn nota hins vegar þrisvar sinnum fleiri fermetra en breskir kollegar þeirra til að selja fyrir sömu upphæð. Þá er vefverslun í algerri mýflugumynd. Loks er langstærsti aðilinn á markaðnum í eigu lífeyrissjóða, en hætt er við því að hluthafar sem fara með annarra manna fé taki augun af boltanum. Stjórnarmaðurinn mun fylgjast með þróun á matvælamarkaði af áhuga.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30 Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Sjá meira
Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59
Frumkvöðlavottun Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. 22. október 2014 08:30
Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00