Fátt annað að gera en halda sig heima Svavar Hávarðsson skrifar 29. október 2014 07:00 Sól í eiturbaði er nafn þessarar myndar sem tekin var í Hornafirði á sunnudag. mynd/sverrir aðalsteinsson „Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni. Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni.
Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira