Ekki þú líka – Sigurjón! Svavar Gestsson skrifar 27. október 2014 07:00 Það er alls staðar sótt að Ríkisútvarpinu þessa dagana. Í fjárlagafrumvarpinu, í 365-miðlunum, í Morgunblaðinu. Allt þetta þrennt er skýranlegt þó að ég sé að vísu ósammála því: Ríkissjóð vantar peninga af því að verkefnin eru mörg og af því að það er búið að lækka skattana um nokkra tugi miljarða. Það er skýranlegt með 365 miðlana af því að þá vantar pláss; þar eru fjárhagslegar blikur á lofti. Og í þriðja lagi er það rökrétt að Morgunblaðið sé á móti Ríkisútvarpinu; fyrir því eru markaðsástæður og pólitískar ástæður. Og nú er Sigurjón ritstjóri þessa blaðs farinn að tala um að Ríkisútvarpið fái beingreiðslur. Æi! Ekki þú líka – Sigurjón. Skattarnir standa undir greiðslum til samfélagsins, sjúkrahúsanna, skólanna, veganna. Skattarnir eru gjaldið sem við viljum greiða fyrir að búa í siðuðu menningarsamfélagi. Beingreiðslur. Má ég í allri vinsemd minna á að Ríkisútvarpið er menningarstofnun. Það þrífst ekki nema sem hluti af samfélaginu. Íslenskt samfélag þrífst ekki án Ríkisútvarpsins. Þættirnir um Vesturfarana hefðu ekki orðið til nema vegna þess að hér er Ríkisútvarp, hvorki þættir Egils né Andra. Má ég spyrja um fleiri atriði eins og táknmálsfréttir, sinfóníutónleika, útvarpssögurnar, stöðugar veðurfréttir? Ríkisútvarpið sem menningarstofnun er mikilvægt eins og Sinfónían, Þjóðleikhúsið, Landsbókasafnið, Þjóðskjalasafnið. Allir skilja að þessar stofnanir eru hluti af þeim veruleika sem við viljum búa við, að þær eru menningarstofnanir. Ríkisútvarpið er hluti af þjóðmenningunni; það er atlaga að þjóðmenningunni að ráðast að Ríkisútvarpinu. Var ekki einhver að taka um þjóðmenningu? Má ég enn fremur minna á að menntamálaráðherrar Framsóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason og Vilhjálmur Hjálmarsson, stóðu alltaf með Ríkisútvarpinu. Það sem má gera núna er þetta: Látið þið Ríkisútvarpið fá útvarpsgjaldið að fullu og losið stofnunina við gamla lífeyrisbyrði. Sýnum sanngirni. Það var nefnilega fín fyrirsögnin á leiðaranum í vikunni: Heilbrigðiskerfið skapar verðmæti. Eins er það með Ríkisútvarpið; menningin er líka verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er alls staðar sótt að Ríkisútvarpinu þessa dagana. Í fjárlagafrumvarpinu, í 365-miðlunum, í Morgunblaðinu. Allt þetta þrennt er skýranlegt þó að ég sé að vísu ósammála því: Ríkissjóð vantar peninga af því að verkefnin eru mörg og af því að það er búið að lækka skattana um nokkra tugi miljarða. Það er skýranlegt með 365 miðlana af því að þá vantar pláss; þar eru fjárhagslegar blikur á lofti. Og í þriðja lagi er það rökrétt að Morgunblaðið sé á móti Ríkisútvarpinu; fyrir því eru markaðsástæður og pólitískar ástæður. Og nú er Sigurjón ritstjóri þessa blaðs farinn að tala um að Ríkisútvarpið fái beingreiðslur. Æi! Ekki þú líka – Sigurjón. Skattarnir standa undir greiðslum til samfélagsins, sjúkrahúsanna, skólanna, veganna. Skattarnir eru gjaldið sem við viljum greiða fyrir að búa í siðuðu menningarsamfélagi. Beingreiðslur. Má ég í allri vinsemd minna á að Ríkisútvarpið er menningarstofnun. Það þrífst ekki nema sem hluti af samfélaginu. Íslenskt samfélag þrífst ekki án Ríkisútvarpsins. Þættirnir um Vesturfarana hefðu ekki orðið til nema vegna þess að hér er Ríkisútvarp, hvorki þættir Egils né Andra. Má ég spyrja um fleiri atriði eins og táknmálsfréttir, sinfóníutónleika, útvarpssögurnar, stöðugar veðurfréttir? Ríkisútvarpið sem menningarstofnun er mikilvægt eins og Sinfónían, Þjóðleikhúsið, Landsbókasafnið, Þjóðskjalasafnið. Allir skilja að þessar stofnanir eru hluti af þeim veruleika sem við viljum búa við, að þær eru menningarstofnanir. Ríkisútvarpið er hluti af þjóðmenningunni; það er atlaga að þjóðmenningunni að ráðast að Ríkisútvarpinu. Var ekki einhver að taka um þjóðmenningu? Má ég enn fremur minna á að menntamálaráðherrar Framsóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason og Vilhjálmur Hjálmarsson, stóðu alltaf með Ríkisútvarpinu. Það sem má gera núna er þetta: Látið þið Ríkisútvarpið fá útvarpsgjaldið að fullu og losið stofnunina við gamla lífeyrisbyrði. Sýnum sanngirni. Það var nefnilega fín fyrirsögnin á leiðaranum í vikunni: Heilbrigðiskerfið skapar verðmæti. Eins er það með Ríkisútvarpið; menningin er líka verðmæti.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun