Ber að selja Óla Palla? Jakob Frímann Magnússon skrifar 25. október 2014 07:00 Útvarpsgjald var á sínum tíma innleitt í því skyni að renna traustum stoðum undir starfsemi Ríkisútvarpsins (RÚV), eftir að stofnuninni var fyrirvaralaust gert að axla lífeyrissjóðsskuldbindingar er nema milljörðum króna. Einhverra hluta vegna hafa stjórnmálamenn síðan á undanförnum árum tekið til við að verja útvarpsgjaldinu til ýmissa ólíkra verkefna, sem eru allsendis óskyld RÚV. Er það í senn óskiljanlegt og ólíðandi og ber að leiðrétta án tafar. Vanhugsaðar og fjárfrekar byggingarframkvæmdir í Efstaleiti 1 hófust á síðustu öld og er enn vart að fullu lokið. Steinsteypubrölt þetta hefur verið og er enn afar þungur fjárhagslegur baggi á RÚV.Galnar en lífseigar hugmyndir Ríkinu ber að kaupa umrætt hús og gera stofnuninni þannig kleift að losa sig úr lamandi skuldafjötrum og einbeita sér að meginhlutverki sínu sem er að sinna íslenskri dagskrárgerð, varðveislu og skráningu menningarsögu okkar. Þá skal þess eindregið óskað að linna megi síendurteknum bollaleggingum um að selja beri Rás 2. Hún er útbreiddasta útvarpsstöð landsins, sjálf mjólkurkýr útvarpssviðs RÚV sem mestra auglýsingatekna aflar en minnst dagskrárframlög hlýtur. Slíkar vangaveltur eru glórulausar með öllu, leysa engan fjárhagsvanda og eru hrein móðgun við hlustendur Rásar 2 og ekki síður þá skapandi íslensku hryntónlistarmenn sem um áratugaskeið hafa mátt reiða sig á eina ófrávíkjanlega opinbera stoð í öllu sínu starfi, innan lands og utan, Rás 2. Rás 2 hefur staðið með íslenskri útgáfu og tónlistarfólki svo af ber, hefur varpað íslenskri tónlist um árabil til tuga erlendra útvarpsstöðva, skipulagt innlegg Íslands á risamörkuðum á borð við Eurosonic og lagt grunninn að því ótrúlega ævintýri sem sókn íslenskrar tónlistar á erlenda markaði er. Auk þessa hefur stöðin valið sívaxandi fjölda íslenskra laga á spilunarlista sína sem sl. þrjú ár hefur leitt til yfir 50% hlutfalls íslenskrar tónlistar. Á meðan nýgild íslensk hryntónlist, sem dáð er um allan heim, má sætta sig við heil 5% af heildarframlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs í landinu(!), er þeim tilmælum eindregið beint til bæði almennings og stjórnmálamanna að láta Rás 2 hér eftir njóta sannmælis, efla hana og tala upp – ekki niður. Sama gildir um RÚV sem með réttu ber að vera þjóðarspegill sem við getum speglað okkur í með gleði og stolti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Útvarpsgjald var á sínum tíma innleitt í því skyni að renna traustum stoðum undir starfsemi Ríkisútvarpsins (RÚV), eftir að stofnuninni var fyrirvaralaust gert að axla lífeyrissjóðsskuldbindingar er nema milljörðum króna. Einhverra hluta vegna hafa stjórnmálamenn síðan á undanförnum árum tekið til við að verja útvarpsgjaldinu til ýmissa ólíkra verkefna, sem eru allsendis óskyld RÚV. Er það í senn óskiljanlegt og ólíðandi og ber að leiðrétta án tafar. Vanhugsaðar og fjárfrekar byggingarframkvæmdir í Efstaleiti 1 hófust á síðustu öld og er enn vart að fullu lokið. Steinsteypubrölt þetta hefur verið og er enn afar þungur fjárhagslegur baggi á RÚV.Galnar en lífseigar hugmyndir Ríkinu ber að kaupa umrætt hús og gera stofnuninni þannig kleift að losa sig úr lamandi skuldafjötrum og einbeita sér að meginhlutverki sínu sem er að sinna íslenskri dagskrárgerð, varðveislu og skráningu menningarsögu okkar. Þá skal þess eindregið óskað að linna megi síendurteknum bollaleggingum um að selja beri Rás 2. Hún er útbreiddasta útvarpsstöð landsins, sjálf mjólkurkýr útvarpssviðs RÚV sem mestra auglýsingatekna aflar en minnst dagskrárframlög hlýtur. Slíkar vangaveltur eru glórulausar með öllu, leysa engan fjárhagsvanda og eru hrein móðgun við hlustendur Rásar 2 og ekki síður þá skapandi íslensku hryntónlistarmenn sem um áratugaskeið hafa mátt reiða sig á eina ófrávíkjanlega opinbera stoð í öllu sínu starfi, innan lands og utan, Rás 2. Rás 2 hefur staðið með íslenskri útgáfu og tónlistarfólki svo af ber, hefur varpað íslenskri tónlist um árabil til tuga erlendra útvarpsstöðva, skipulagt innlegg Íslands á risamörkuðum á borð við Eurosonic og lagt grunninn að því ótrúlega ævintýri sem sókn íslenskrar tónlistar á erlenda markaði er. Auk þessa hefur stöðin valið sívaxandi fjölda íslenskra laga á spilunarlista sína sem sl. þrjú ár hefur leitt til yfir 50% hlutfalls íslenskrar tónlistar. Á meðan nýgild íslensk hryntónlist, sem dáð er um allan heim, má sætta sig við heil 5% af heildarframlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs í landinu(!), er þeim tilmælum eindregið beint til bæði almennings og stjórnmálamanna að láta Rás 2 hér eftir njóta sannmælis, efla hana og tala upp – ekki niður. Sama gildir um RÚV sem með réttu ber að vera þjóðarspegill sem við getum speglað okkur í með gleði og stolti.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar