Þegar hann bjó á Spáni heillaðist hann af blómum og litum þeirra, sem endurspeglaðist í hönnun hans gegnum árin. Hann klæddi margar af þekktustu stjörnum samtímans, leikkonur, forsetafrúr og sjónvarpsstjörnur, hvort sem tilefnið var verðlaunahátíð eða brúðkaup.
Hönnun hans vakti einnig sérstaka athygli í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, en stílisti þáttanna, Patricia Field, fékk hönnuðinn með sér í samstarf og muna flestir aðdáendur þáttanna eftir bleika kjólnum sem Carrie klæddist í lokaseríunni.
Vinir hans lýsa honum sem einstaklega góðhjörtuðum manni sem var vinur vina sinna og tók þeim eins og þeir voru.

Eitt af hans síðustu verkum var að hanna brúðarkjól Amal Alamuddin-Clooney mannréttindalögfræðings sem gekk að eiga leikarann George Clooney í september.


Oscar var bara tvítugur þegar forsetafrúin Jackie Kennedy klæddist kjól eftir hann, en hann sérhannaði fjölda kjóla á hana síðar. Forsetafrúin Nancy Reagan var góð vinkona de la Renta og klæddi hann hana fyrir hin ýmsu tilefni.

Fannst honum óviðeigandi að forsetafrúin klæddist kjól frá J-Crew, fjöldaframleiddu merki, og ungum hönnuðum á borð við Alexander McQueen og Jason Wu. En tveimur vikum fyrir andlát hönnuðarins klæddist Obama kjól úr smiðju hans í fyrsta sinn eftir að forðast það í sjö ár.

Ég man ekki hvernig ég fékk hugrekkið til þess að verða vinur hans.
Sarah Jessica Parker, leikkona.
Hann sagði alltaf: Taktu vinum þínum eins og þeir eru, ekki eins og þú vilt að þeir séu. Oscar var allt sem þú leitar að í vini.
Anna Wintour, ritstjóri Vogue.
Hann var frábær dansari. það var unaður að bara að vera í kringum hann, sérstaklega á heimili hans og í garðinum hans, þar sem hamingjan réð ríkjum. André Leon Talley, Vogue
Oscar de la Renta var frábær hönnuður, sannur listamaður, byltingarmaður. Rödd hans mun halda áfram að óma í hjörtum okkar, bjartsýni hans og ást á lífinu mun veita okkur innblástur um ókomna tíð. hans verður sárt saknað.
Diane von Furstenberg, fatahönnuður.
