„Ég er hinn fullkomni tískubloggari" Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. október 2014 09:00 Hér má sjá trendsetterinn í nýjasta trendinu, fur on fur eða feldur við feld. Vísir/einkasafn Trendsetterinn er 20 og eitthvað ára „fashion og lifestyle“ bloggari á síðunni trendsetterinn.wordpress.com sem sló rækilega í gegn í vikunni. Þar sýnir hún spennandi hluti, nýjar snyrtivörur sem hún fær gefins, fallegan mat í krukkum og fleira. Fréttablaðið fékk einkaviðtal við Trendsetterinn sem leiddi okkur í allan sannleika um hvernig ná skal langt sem tískubloggari. Hvernig byrjaði þetta? „Fólk í kringum mig var búið að taka eftir því hversu góð tískuvitund mín væri og bað mig um að blogga. Ég er líka frábær kokkur og get gert kökur með rósakremi. Á líka fullt af iittala-dóti og alls konar fallegu fyrir heimilið sem ég get sýnt öðrum. Ég hef þetta allt. Ég er hinn fullkomni tískubloggari,“ segir Trendsetterinn. En hvernig hafa viðbrögðin verið við blogginu? „Þau hafa verið betri en ég átti von á og ég er nú þegar komin með stór verkefni, sem ég get því miður ekki talað um eins og er. Ég get samt sagt að mér hefur verið boðið að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd og að skrifa handritið að Áramótaskaupinu. Ég afþakkaði bæði boðin,“ segir hún. Innblástur segist hún fá úr sínu eigin höfði, enda sé hún mjög skapandi manneskja með mikið tískuvit. „Mér finnst langskemmtilegast að gera persónuleg blogg og svona „new in“ blogg. Þá get ég sýnt lesendum allt það sem ég hef verið að kaupa mér og það sem er búið að gefa mér frítt.“ Að vera bloggari hlýtur að hafa sína kosti, en hún segist því miður ekki vera að raka inn á þessu. „Það er það eina sem ég er ósátt við. Það er ekki verið að senda mér nóg af fríu dóti. Ég hvet fyrirtæki til þess að hafa samband við mig,“ segir hún. Hvert stefnir Trendsetterinn? „Á toppinn! Bloggið er ákveðið start fyrir ferilinn. Mig langar að gera eigin sjónvarpsþátt og bíð bara eftir símtalinu. Ég ætla að halda áfram að lifa og hrærast í þessum heimi þar til ég verð 35 ára, en þá mun ég verða forseti Íslands.“ Trendsetterinn leitar eins og er að umboðsmanni og biður áhugasama um að bjóða sig fram. „Ég er búin að tala við Óla Geir [Ólaf Geir Jónsson] en hann var því miður upptekinn við að skipuleggja klámkvölds-aðventutónleika í Hallgrímskirkju.“ Eurovision Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Trendsetterinn er 20 og eitthvað ára „fashion og lifestyle“ bloggari á síðunni trendsetterinn.wordpress.com sem sló rækilega í gegn í vikunni. Þar sýnir hún spennandi hluti, nýjar snyrtivörur sem hún fær gefins, fallegan mat í krukkum og fleira. Fréttablaðið fékk einkaviðtal við Trendsetterinn sem leiddi okkur í allan sannleika um hvernig ná skal langt sem tískubloggari. Hvernig byrjaði þetta? „Fólk í kringum mig var búið að taka eftir því hversu góð tískuvitund mín væri og bað mig um að blogga. Ég er líka frábær kokkur og get gert kökur með rósakremi. Á líka fullt af iittala-dóti og alls konar fallegu fyrir heimilið sem ég get sýnt öðrum. Ég hef þetta allt. Ég er hinn fullkomni tískubloggari,“ segir Trendsetterinn. En hvernig hafa viðbrögðin verið við blogginu? „Þau hafa verið betri en ég átti von á og ég er nú þegar komin með stór verkefni, sem ég get því miður ekki talað um eins og er. Ég get samt sagt að mér hefur verið boðið að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd og að skrifa handritið að Áramótaskaupinu. Ég afþakkaði bæði boðin,“ segir hún. Innblástur segist hún fá úr sínu eigin höfði, enda sé hún mjög skapandi manneskja með mikið tískuvit. „Mér finnst langskemmtilegast að gera persónuleg blogg og svona „new in“ blogg. Þá get ég sýnt lesendum allt það sem ég hef verið að kaupa mér og það sem er búið að gefa mér frítt.“ Að vera bloggari hlýtur að hafa sína kosti, en hún segist því miður ekki vera að raka inn á þessu. „Það er það eina sem ég er ósátt við. Það er ekki verið að senda mér nóg af fríu dóti. Ég hvet fyrirtæki til þess að hafa samband við mig,“ segir hún. Hvert stefnir Trendsetterinn? „Á toppinn! Bloggið er ákveðið start fyrir ferilinn. Mig langar að gera eigin sjónvarpsþátt og bíð bara eftir símtalinu. Ég ætla að halda áfram að lifa og hrærast í þessum heimi þar til ég verð 35 ára, en þá mun ég verða forseti Íslands.“ Trendsetterinn leitar eins og er að umboðsmanni og biður áhugasama um að bjóða sig fram. „Ég er búin að tala við Óla Geir [Ólaf Geir Jónsson] en hann var því miður upptekinn við að skipuleggja klámkvölds-aðventutónleika í Hallgrímskirkju.“
Eurovision Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp