
Sárt bítur soltin lús
Þrotabúin skattlögð
Hið rétta er að það hefur ávallt legið fyrir að ríkið gæti þurft að vera milliliður, sérstaklega ef menn vildu flýta leiðréttingunni. Það hefur einnig legið fyrir frá því framkvæmd leiðréttingarinnar var kynnt að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, svokallaður bankaskattur, hefur verið hækkaður og undanþága fjármálastofnana í slitameðferð frá skattinum verið afnumin. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á bankaskattinum auki árlegar tekjur ríkissjóðs um 92 milljarða á fjórum árum. Í fyrsta sinn eru þrotabúin skattlögð, nokkuð sem fyrrverandi ríkisstjórn heyktist á að koma í verk allan sinn starfstíma. Þingmaðurinn heldur því fram að meðalleiðrétting skulda verði um 5%. Í þessu dæmi tekur þingmaðurinn mið af heildarskuldum heimilanna, þ.m.t. yfirdráttar- og Visa-skuldir. Vissulega stendur núverandi ríkisstjórn með heimilunum í landinu en aldrei stóð til að leiðrétta Visa-skuldir.
Þingmaðurinn „gleymir“
Hið rétta er að áætlanir gera ráð fyrir að meðallækkun verðtryggðra húsnæðisskulda samkvæmt leiðréttingunni verði um 11% en það hlutfall er háð fjölda þeirra sem rétt eiga á leiðréttingu. Heildarupphæð húsnæðislána í lok árs nam 1.242 milljónum króna skv. Hagstofunni. Þingmaðurinn segir að hækkun neðra þreps VSK úr 7 í 12% muni hækka matarverð um 5%. Þarna „gleymir“ þingmaðurinn að taka inn í myndina afnám vörugjalda m.a. af matvælum. Einnig „gleymir“ þingmaðurinn að taka tillit til lækkunar efra þreps VSK og áhrifa hennar. Hið rétta er að verð á nauðsynjum mun skv. núverandi frumvarpi hækka um 3,4% en að teknu tilliti til áhrifa af niðurfellingu vörugjalda og lækkun efra þreps mun kaupmáttur heimila aukast.
Sá fræjum tortryggni
Auk þessa kýs þingmaðurinn að líta fram hjá fyrirhugaðri hækkun barnabóta og annarra mótvægisaðgerða við fimbulfamb sitt. Þingmaðurinn fer mikinn vegna vaxtabóta og velur að sjálfsögðu að nota árið 2011 sem viðmiðunarár en þá voru vaxtabætur hæstar. Vaxtabætur hafa farið lækkandi vegna bættrar eiginfjárstöðu heimilanna. Þannig lækka þær milli áranna 2014 og 2015 um rúmar 400 milljónir. Bætt eiginfjárstaða heimilanna varð þingmanninum raunar að umræðuefni nýlega þar sem hann taldi skuldaleiðréttinguna ónauðsynlega hennar vegna. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað þingmaðurinn nákvæmlega vill. En talnablekkingavefurinn sem hann hefur spunnið þvælist líklega fyrir honum. Þingmaðurinn vakti ítrekað athygli á því á síðasta kjörtímabili að nauðsynlegt væri að leiðrétta skuldir heimila. Hann bjó þá við þá ógæfu að styðja ríkisstjórn sem hélt sérstakan blaðamannafund til að tilkynna að ekki væri ráðrúm til að gera meira fyrir skuldsett heimili.
Þingmaðurinn og skoðanabræður hans virðast ekki geta sætt sig við að núverandi ríkisstjórn er að standa við kosningaloforð sín. Sárast er að með málflutningi sínum reyna þessir sömu menn að grafa undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og sá fræjum tortryggni í brjóst þeirra sem munu njóta góðs af þeim í stað þess að gleðjast yfir því að hagur heimilanna í landinu sé bættur.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar