Veigar Páll: Hef heyrt að það sé sniðugt að byrja sem spilandi aðstoðarþjálfari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2014 07:00 Veigar Páll Gunnarson fagnar hér einu af sex mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Andri Marinó „Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálfun er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“Veigar Páll Gunnarsson í leik á móti FH í sumar.Vísir/DaníelVeigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að vonast eftir því að það gæti orðið eitthvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslandsbikarnum var draumur fyrir mig," sagði Veigar Páll. „Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framlengingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leiktíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
„Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálfun er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“Veigar Páll Gunnarsson í leik á móti FH í sumar.Vísir/DaníelVeigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að vonast eftir því að það gæti orðið eitthvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslandsbikarnum var draumur fyrir mig," sagði Veigar Páll. „Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framlengingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leiktíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira