Veigar Páll: Hef heyrt að það sé sniðugt að byrja sem spilandi aðstoðarþjálfari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2014 07:00 Veigar Páll Gunnarson fagnar hér einu af sex mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Andri Marinó „Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálfun er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“Veigar Páll Gunnarsson í leik á móti FH í sumar.Vísir/DaníelVeigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að vonast eftir því að það gæti orðið eitthvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslandsbikarnum var draumur fyrir mig," sagði Veigar Páll. „Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framlengingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leiktíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálfun er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“Veigar Páll Gunnarsson í leik á móti FH í sumar.Vísir/DaníelVeigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að vonast eftir því að það gæti orðið eitthvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslandsbikarnum var draumur fyrir mig," sagði Veigar Páll. „Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framlengingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leiktíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti