Verða framhaldsskólar í landsbyggðunum? Árni Páll Árnason skrifar 15. október 2014 07:00 Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar