Leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2014 15:00 Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“ Krakkar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“
Krakkar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira