Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson og Kári Árnason fagna hér Gylfa Þór Sigurðssyni sem kom Íslandi í 1-0. Vísir/Valli Ísland er í fyrsta sinn frá upphafi með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í undankeppni stórmóts og tekur á móti stórliði Hollands á Laugardalsvelli á mánudagskvöld sem topplið riðilsins. Ekki nóg með það heldur hefur Ísland ekki enn fengið á sig mark en strákarnir unnu í gær afar sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga. Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum en hann hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Varamaðurinn Rúrik Gíslason bætti því þriðja við undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir að Lettland hafði misst mann af velli með rautt spjald en Ísland sótti engu að síður nánast án afláts allan leikinn.Þéttur varnarmúr Letta Strákarnir gáfu tóninn strax á fjórðu mínútu þegar snörp sókn upp vinstri kantinn skilaði góðri sendingu á Jón Daða sem skallaði yfir af stuttu færi. Það reyndist þó nánast eina ógnunin frá Íslandi í teignum í fyrri hálfleik enda var fimm manna varnarlína heimamanna afar þétt. Þar fyrir framan voru þrír miðjumenn sem hættu sér varla af eigin vallarhelmingi. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa ekki vanist því síðustu ár og áratugi að vera nánast í stöðugri sókn á sterkum útivelli í austurhluta Evrópu. Það var þó engu að síður raunin í Ríga. Heimamenn voru sáttir við að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það gekk þó ekki betur en svo að heimamenn áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik – Ísland átta. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Emil Hallfreðsson tvö skot að marki en annars náðu strákarnir lítið að koma hinum 39 ára Aleksandrs Kolinko úr jafnvægi í markinu.Sóknarþunginn jókst Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik, ekki síst eftir að heimamenn misstu Artjoms Rudnevs af velli með rautt spjald. Rudnevs, sem braut á Ara Frey í fyrri hálfleik, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Arons Einars. Sóknarþungi Íslands varð meiri með hverri mínútunni. Lettarnir fóru með varnarlínuna enn nær markinu sínu og Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða. Jón Daði komst í færi, Gylfi og Emil sömuleiðis. Það var svo á 66. mínútu að síendurtekin högg íslensku sóknarinnar náði loksins að brjóta gat á lettneska múrinn. Það gerði Gylfi Þór með glæsilegri afgreiðslu í teignum eftir góða sendingu Arons Einars. Eftir stutta töf á leiknum vegna meiðsla dómarans náði landsliðsfyrirliðinn sjálfur að koma sér á blað og skora þar með sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum. Aron Einar skallaði fyrirgjöf Emils úr aukaspyrnu laglega í fjærhornið og kom Íslandi í afar þægilega stöðu. Einbeitingarleysi á lokamínútunum kom þó strákunum í koll og þeir voru næstum búnir að fá mark á sig þegar Ari Freyr Skúlason hreinsaði á línu á 84. mínútu. En nær komust heimamenn ekki og Rúrik rak síðasta naglann í kistu heimamanna er hann skoraði eftir laglegan sprett þegar lítið var eftir.Þolinmæðin borgaði sig Niðurstaðan frábær sigur okkar manna sem afgreiddu þennan leik frábærlega. Þolinmæðin skilaði sér og það var einkar gaman að sjá leikmönnum farast svo vel úr hendi að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og vera einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Síðast þegar þessi tvö lið mættust í undankeppni stórmóts skoruðu Lettar átta mörk gegn Íslandi í tveimur leikjum. Þó svo að aðeins átta ár séu síðan er breytingin á íslenska landsliðinu slík að það er, sem betur fer, ekkert annað en óljós minning. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Ísland er í fyrsta sinn frá upphafi með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í undankeppni stórmóts og tekur á móti stórliði Hollands á Laugardalsvelli á mánudagskvöld sem topplið riðilsins. Ekki nóg með það heldur hefur Ísland ekki enn fengið á sig mark en strákarnir unnu í gær afar sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga. Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum en hann hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Varamaðurinn Rúrik Gíslason bætti því þriðja við undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir að Lettland hafði misst mann af velli með rautt spjald en Ísland sótti engu að síður nánast án afláts allan leikinn.Þéttur varnarmúr Letta Strákarnir gáfu tóninn strax á fjórðu mínútu þegar snörp sókn upp vinstri kantinn skilaði góðri sendingu á Jón Daða sem skallaði yfir af stuttu færi. Það reyndist þó nánast eina ógnunin frá Íslandi í teignum í fyrri hálfleik enda var fimm manna varnarlína heimamanna afar þétt. Þar fyrir framan voru þrír miðjumenn sem hættu sér varla af eigin vallarhelmingi. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa ekki vanist því síðustu ár og áratugi að vera nánast í stöðugri sókn á sterkum útivelli í austurhluta Evrópu. Það var þó engu að síður raunin í Ríga. Heimamenn voru sáttir við að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það gekk þó ekki betur en svo að heimamenn áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik – Ísland átta. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Emil Hallfreðsson tvö skot að marki en annars náðu strákarnir lítið að koma hinum 39 ára Aleksandrs Kolinko úr jafnvægi í markinu.Sóknarþunginn jókst Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik, ekki síst eftir að heimamenn misstu Artjoms Rudnevs af velli með rautt spjald. Rudnevs, sem braut á Ara Frey í fyrri hálfleik, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Arons Einars. Sóknarþungi Íslands varð meiri með hverri mínútunni. Lettarnir fóru með varnarlínuna enn nær markinu sínu og Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða. Jón Daði komst í færi, Gylfi og Emil sömuleiðis. Það var svo á 66. mínútu að síendurtekin högg íslensku sóknarinnar náði loksins að brjóta gat á lettneska múrinn. Það gerði Gylfi Þór með glæsilegri afgreiðslu í teignum eftir góða sendingu Arons Einars. Eftir stutta töf á leiknum vegna meiðsla dómarans náði landsliðsfyrirliðinn sjálfur að koma sér á blað og skora þar með sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum. Aron Einar skallaði fyrirgjöf Emils úr aukaspyrnu laglega í fjærhornið og kom Íslandi í afar þægilega stöðu. Einbeitingarleysi á lokamínútunum kom þó strákunum í koll og þeir voru næstum búnir að fá mark á sig þegar Ari Freyr Skúlason hreinsaði á línu á 84. mínútu. En nær komust heimamenn ekki og Rúrik rak síðasta naglann í kistu heimamanna er hann skoraði eftir laglegan sprett þegar lítið var eftir.Þolinmæðin borgaði sig Niðurstaðan frábær sigur okkar manna sem afgreiddu þennan leik frábærlega. Þolinmæðin skilaði sér og það var einkar gaman að sjá leikmönnum farast svo vel úr hendi að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og vera einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Síðast þegar þessi tvö lið mættust í undankeppni stórmóts skoruðu Lettar átta mörk gegn Íslandi í tveimur leikjum. Þó svo að aðeins átta ár séu síðan er breytingin á íslenska landsliðinu slík að það er, sem betur fer, ekkert annað en óljós minning.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira