Leikhúskenndir tónleikar á alvörutímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 13:30 "Þetta eru voða skemmtileg lög og textarnir líka,“ segir Jóhanna um dagskrána í Iðnó annað kvöld. Fréttablaðið/Ernir „Ég er í því að lifa núna eins og hver dagur sé sá síðasti,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir hlæjandi og kveðst þar vera undir áhrifum frá textum á nýja diskinum sínum, sem ber titilinn Söngvar á alvörutímum. Þá texta segir hún meðal annars eftir Þorvald Þorsteinsson og Guðmund Sigurðsson, tengdaföður hennar, sem var kunnur revíuhöfundur. Hún ætlar að syngja þessa texta við eigin lög á tónleikum í Iðnó annað kvöld, sunnudag, ásamt fleiri snillingum og þar verða líka lög úr söngleikjum og leikritum. „Þetta er dálítið leikhúskennt prógramm og þess vegna finnst mér svo gaman að vera í Iðnó, það er aðalsöngleikhúsið í mínum huga og heldur vel utan um svona tónleika,“ segir söngkonan. Á sviðinu með Jóhönnu verða hinn finnski harmónikuleikari Matti Kallio, Kjartan Valdimarsson píanisti, Gunnar Hrafnsson sellóleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, auk þess sem Sigurður Flosason mætir með saxófóninn og Egill Ólafsson tekur lagið með henni. „Við Egill vorum samtímis í Hamrahlíðarkórnum í denn en höfum aldrei sungið tvö saman áður,“ segir hún. Jóhanna getur þess líka að Gunnhildur, dóttir hennar, Einarsdóttir syngi með henni og vinkonur tvær, Thelma Hrönn og Lilja Dögg. „Síðan verður leynigestur,“ en að sjálfsögðu ljóstrar hún engu upp um hann. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er í því að lifa núna eins og hver dagur sé sá síðasti,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir hlæjandi og kveðst þar vera undir áhrifum frá textum á nýja diskinum sínum, sem ber titilinn Söngvar á alvörutímum. Þá texta segir hún meðal annars eftir Þorvald Þorsteinsson og Guðmund Sigurðsson, tengdaföður hennar, sem var kunnur revíuhöfundur. Hún ætlar að syngja þessa texta við eigin lög á tónleikum í Iðnó annað kvöld, sunnudag, ásamt fleiri snillingum og þar verða líka lög úr söngleikjum og leikritum. „Þetta er dálítið leikhúskennt prógramm og þess vegna finnst mér svo gaman að vera í Iðnó, það er aðalsöngleikhúsið í mínum huga og heldur vel utan um svona tónleika,“ segir söngkonan. Á sviðinu með Jóhönnu verða hinn finnski harmónikuleikari Matti Kallio, Kjartan Valdimarsson píanisti, Gunnar Hrafnsson sellóleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, auk þess sem Sigurður Flosason mætir með saxófóninn og Egill Ólafsson tekur lagið með henni. „Við Egill vorum samtímis í Hamrahlíðarkórnum í denn en höfum aldrei sungið tvö saman áður,“ segir hún. Jóhanna getur þess líka að Gunnhildur, dóttir hennar, Einarsdóttir syngi með henni og vinkonur tvær, Thelma Hrönn og Lilja Dögg. „Síðan verður leynigestur,“ en að sjálfsögðu ljóstrar hún engu upp um hann.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira