Þið eruð óþörf – út með ykkur! Þórarinn Eyfjörð skrifar 2. október 2014 07:00 Það var dapurleg kveðja sem ríkisstarfsmenn fengu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. september síðastliðinn. Kveðjan var klár og ljós: „Þú þarna ríkisstarfsmaður! Burtu með þig! Við erum að hagræða og við ætlum að reka þig! Svona…út með þig!“ Það var helst á Guðlaugi Þór að skilja að ef stjórnarflokkarnir myndu ekki ganga fram í þessu af krafti, þá myndi sjálfur hann taka málin í sínar hendur. Skírari verða skilaboðin nú ekki. Stjórnmálamönnum af því kaliberi sem Guðlaugur og Vigdís eru, er einstaklega lagið að slíta í sundur samhengi hlutanna. Í samfélagi þar sem sitjandi stjórnvöld færa þeim ríku dýrar gjafir á kostnað almennings, stórskaða og rýra skattkerfi landsins þegar mikil þörf er á að allir leggist á árarnar, láta spillingu viðgangast, hafa á stefnuskrá að minnka aðhald og eftirlit með markaðs- og samráðssóðum, er eins gott að stjórnmálamenn hafi svör á reiðum höndum um hvað þeir séu að gera til að koma samfélaginu á réttan kjöl. Og ekki vantar greið svör frá þeim Guðlaugi og Vigdísi hvað það er sem helst þarf að laga í samfélaginu: „Það þarf að reka ríkisstarfsmenn.“ Hún er nokkuð stæk þráalyktin af þessari smjörklípu. Aukið álag og lækkuð laun Eftir hrun tóku opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði á sig verulegar byrðar. Þetta þekkja allar fjölskyldur landsins sem þurfa að vinna fyrir brauði sínu. Aukið álag og lækkuð laun var hlutskipti almenns launafólks í hreinsunarstarfinu eftir partíið sem hrunflokkarnir undirbjuggu. Það var almennt launafólk sem hélt samfélaginu gangandi. Það voru meðal annars starfsmenn sýslumannsembætta, tollsins, Vegagerðarinnar, lögregluembættanna og heilbrigðiskerfisins, kennarar, læknar og hjúkrunarfólk auk allra hinna, sem héldu samfélaginu gangandi. Já, og við skulum ekki gleyma starfsfólki Fiskistofu sem sá til þess að gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins stoppaði ekki og útgerðin fékk sitt tækifæri til að blómstra. Þetta er fólkið sem ofurþingmennirnir Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir vilja núna reka. Gæti hið ágæta spakmæli „Margur heldur mig sig“ átt við hér? Getur hugsast að umræddir þingmenn séu gagnslausir og til óþurftar fyrir íslenskt samfélag og í taugaveiklaðri leit sinni að upphafningu veitist þeir að þeim sem verja skyldi? Eða er þessi aðför að ríkisstarfsmönnum hluti af stærra plotti? Getur verið að það leynist hjá þeim ásetningur um að eyðileggja og lama innviði samfélagsins og koma kjarnastarfsemi þess í hendur einkavina, eins og dæmin sanna að flokkar þeirra hafa stundað um áraraðir með sorglegum afleiðingum fyrir almenning í þessu landi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það var dapurleg kveðja sem ríkisstarfsmenn fengu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. september síðastliðinn. Kveðjan var klár og ljós: „Þú þarna ríkisstarfsmaður! Burtu með þig! Við erum að hagræða og við ætlum að reka þig! Svona…út með þig!“ Það var helst á Guðlaugi Þór að skilja að ef stjórnarflokkarnir myndu ekki ganga fram í þessu af krafti, þá myndi sjálfur hann taka málin í sínar hendur. Skírari verða skilaboðin nú ekki. Stjórnmálamönnum af því kaliberi sem Guðlaugur og Vigdís eru, er einstaklega lagið að slíta í sundur samhengi hlutanna. Í samfélagi þar sem sitjandi stjórnvöld færa þeim ríku dýrar gjafir á kostnað almennings, stórskaða og rýra skattkerfi landsins þegar mikil þörf er á að allir leggist á árarnar, láta spillingu viðgangast, hafa á stefnuskrá að minnka aðhald og eftirlit með markaðs- og samráðssóðum, er eins gott að stjórnmálamenn hafi svör á reiðum höndum um hvað þeir séu að gera til að koma samfélaginu á réttan kjöl. Og ekki vantar greið svör frá þeim Guðlaugi og Vigdísi hvað það er sem helst þarf að laga í samfélaginu: „Það þarf að reka ríkisstarfsmenn.“ Hún er nokkuð stæk þráalyktin af þessari smjörklípu. Aukið álag og lækkuð laun Eftir hrun tóku opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði á sig verulegar byrðar. Þetta þekkja allar fjölskyldur landsins sem þurfa að vinna fyrir brauði sínu. Aukið álag og lækkuð laun var hlutskipti almenns launafólks í hreinsunarstarfinu eftir partíið sem hrunflokkarnir undirbjuggu. Það var almennt launafólk sem hélt samfélaginu gangandi. Það voru meðal annars starfsmenn sýslumannsembætta, tollsins, Vegagerðarinnar, lögregluembættanna og heilbrigðiskerfisins, kennarar, læknar og hjúkrunarfólk auk allra hinna, sem héldu samfélaginu gangandi. Já, og við skulum ekki gleyma starfsfólki Fiskistofu sem sá til þess að gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins stoppaði ekki og útgerðin fékk sitt tækifæri til að blómstra. Þetta er fólkið sem ofurþingmennirnir Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir vilja núna reka. Gæti hið ágæta spakmæli „Margur heldur mig sig“ átt við hér? Getur hugsast að umræddir þingmenn séu gagnslausir og til óþurftar fyrir íslenskt samfélag og í taugaveiklaðri leit sinni að upphafningu veitist þeir að þeim sem verja skyldi? Eða er þessi aðför að ríkisstarfsmönnum hluti af stærra plotti? Getur verið að það leynist hjá þeim ásetningur um að eyðileggja og lama innviði samfélagsins og koma kjarnastarfsemi þess í hendur einkavina, eins og dæmin sanna að flokkar þeirra hafa stundað um áraraðir með sorglegum afleiðingum fyrir almenning í þessu landi?
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun