Þið eruð óþörf – út með ykkur! Þórarinn Eyfjörð skrifar 2. október 2014 07:00 Það var dapurleg kveðja sem ríkisstarfsmenn fengu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. september síðastliðinn. Kveðjan var klár og ljós: „Þú þarna ríkisstarfsmaður! Burtu með þig! Við erum að hagræða og við ætlum að reka þig! Svona…út með þig!“ Það var helst á Guðlaugi Þór að skilja að ef stjórnarflokkarnir myndu ekki ganga fram í þessu af krafti, þá myndi sjálfur hann taka málin í sínar hendur. Skírari verða skilaboðin nú ekki. Stjórnmálamönnum af því kaliberi sem Guðlaugur og Vigdís eru, er einstaklega lagið að slíta í sundur samhengi hlutanna. Í samfélagi þar sem sitjandi stjórnvöld færa þeim ríku dýrar gjafir á kostnað almennings, stórskaða og rýra skattkerfi landsins þegar mikil þörf er á að allir leggist á árarnar, láta spillingu viðgangast, hafa á stefnuskrá að minnka aðhald og eftirlit með markaðs- og samráðssóðum, er eins gott að stjórnmálamenn hafi svör á reiðum höndum um hvað þeir séu að gera til að koma samfélaginu á réttan kjöl. Og ekki vantar greið svör frá þeim Guðlaugi og Vigdísi hvað það er sem helst þarf að laga í samfélaginu: „Það þarf að reka ríkisstarfsmenn.“ Hún er nokkuð stæk þráalyktin af þessari smjörklípu. Aukið álag og lækkuð laun Eftir hrun tóku opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði á sig verulegar byrðar. Þetta þekkja allar fjölskyldur landsins sem þurfa að vinna fyrir brauði sínu. Aukið álag og lækkuð laun var hlutskipti almenns launafólks í hreinsunarstarfinu eftir partíið sem hrunflokkarnir undirbjuggu. Það var almennt launafólk sem hélt samfélaginu gangandi. Það voru meðal annars starfsmenn sýslumannsembætta, tollsins, Vegagerðarinnar, lögregluembættanna og heilbrigðiskerfisins, kennarar, læknar og hjúkrunarfólk auk allra hinna, sem héldu samfélaginu gangandi. Já, og við skulum ekki gleyma starfsfólki Fiskistofu sem sá til þess að gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins stoppaði ekki og útgerðin fékk sitt tækifæri til að blómstra. Þetta er fólkið sem ofurþingmennirnir Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir vilja núna reka. Gæti hið ágæta spakmæli „Margur heldur mig sig“ átt við hér? Getur hugsast að umræddir þingmenn séu gagnslausir og til óþurftar fyrir íslenskt samfélag og í taugaveiklaðri leit sinni að upphafningu veitist þeir að þeim sem verja skyldi? Eða er þessi aðför að ríkisstarfsmönnum hluti af stærra plotti? Getur verið að það leynist hjá þeim ásetningur um að eyðileggja og lama innviði samfélagsins og koma kjarnastarfsemi þess í hendur einkavina, eins og dæmin sanna að flokkar þeirra hafa stundað um áraraðir með sorglegum afleiðingum fyrir almenning í þessu landi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það var dapurleg kveðja sem ríkisstarfsmenn fengu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. september síðastliðinn. Kveðjan var klár og ljós: „Þú þarna ríkisstarfsmaður! Burtu með þig! Við erum að hagræða og við ætlum að reka þig! Svona…út með þig!“ Það var helst á Guðlaugi Þór að skilja að ef stjórnarflokkarnir myndu ekki ganga fram í þessu af krafti, þá myndi sjálfur hann taka málin í sínar hendur. Skírari verða skilaboðin nú ekki. Stjórnmálamönnum af því kaliberi sem Guðlaugur og Vigdís eru, er einstaklega lagið að slíta í sundur samhengi hlutanna. Í samfélagi þar sem sitjandi stjórnvöld færa þeim ríku dýrar gjafir á kostnað almennings, stórskaða og rýra skattkerfi landsins þegar mikil þörf er á að allir leggist á árarnar, láta spillingu viðgangast, hafa á stefnuskrá að minnka aðhald og eftirlit með markaðs- og samráðssóðum, er eins gott að stjórnmálamenn hafi svör á reiðum höndum um hvað þeir séu að gera til að koma samfélaginu á réttan kjöl. Og ekki vantar greið svör frá þeim Guðlaugi og Vigdísi hvað það er sem helst þarf að laga í samfélaginu: „Það þarf að reka ríkisstarfsmenn.“ Hún er nokkuð stæk þráalyktin af þessari smjörklípu. Aukið álag og lækkuð laun Eftir hrun tóku opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði á sig verulegar byrðar. Þetta þekkja allar fjölskyldur landsins sem þurfa að vinna fyrir brauði sínu. Aukið álag og lækkuð laun var hlutskipti almenns launafólks í hreinsunarstarfinu eftir partíið sem hrunflokkarnir undirbjuggu. Það var almennt launafólk sem hélt samfélaginu gangandi. Það voru meðal annars starfsmenn sýslumannsembætta, tollsins, Vegagerðarinnar, lögregluembættanna og heilbrigðiskerfisins, kennarar, læknar og hjúkrunarfólk auk allra hinna, sem héldu samfélaginu gangandi. Já, og við skulum ekki gleyma starfsfólki Fiskistofu sem sá til þess að gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins stoppaði ekki og útgerðin fékk sitt tækifæri til að blómstra. Þetta er fólkið sem ofurþingmennirnir Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir vilja núna reka. Gæti hið ágæta spakmæli „Margur heldur mig sig“ átt við hér? Getur hugsast að umræddir þingmenn séu gagnslausir og til óþurftar fyrir íslenskt samfélag og í taugaveiklaðri leit sinni að upphafningu veitist þeir að þeim sem verja skyldi? Eða er þessi aðför að ríkisstarfsmönnum hluti af stærra plotti? Getur verið að það leynist hjá þeim ásetningur um að eyðileggja og lama innviði samfélagsins og koma kjarnastarfsemi þess í hendur einkavina, eins og dæmin sanna að flokkar þeirra hafa stundað um áraraðir með sorglegum afleiðingum fyrir almenning í þessu landi?
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun