Málmtæring vandamál í langdregnu gosi Svavar Hávarðsson skrifar 1. október 2014 07:00 Í Holuhrauni. Talið er víst að eldgosið sé það gasríkasta á Íslandi í um 150 ár. mynd/magnús tumi Dragist eldgosið í Holuhrauni á langinn er viðbúið að tæring málma verði viðvarandi vandamál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni.Þorsteinn Jóhannsson.„Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldurinn varðandi tæringu er brennisteinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúmsloftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þessar sýrur haft töluverðan tæringarmátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspursmál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjarskiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibúnaður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsanleg áhrif mengunarinnar á mannvirki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mánuði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guðlaugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík. Bárðarbunga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Dragist eldgosið í Holuhrauni á langinn er viðbúið að tæring málma verði viðvarandi vandamál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni.Þorsteinn Jóhannsson.„Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldurinn varðandi tæringu er brennisteinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúmsloftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þessar sýrur haft töluverðan tæringarmátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspursmál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjarskiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibúnaður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsanleg áhrif mengunarinnar á mannvirki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mánuði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guðlaugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík.
Bárðarbunga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira