
Endurtekin umræða um hleranir
Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra (sem þá var líka ráðherra dómsmála) og brást við með því að óska eftir samtali við nýjan ríkissaksóknara og láta í ljós áhyggjur mínar af þessari stöðu. Sannfærðist ég um þann einlæga ásetning ríkissaksóknara að koma málum til betri vegar, þótt ég minnist þess jafnframt hve ríka áherslu hún lagði á að bættur fjárhagur væri mikilvæg forsenda þess að unnt yrði að sinna lögbundnu hlutverki í þessu efninu sem öðrum. Beitti ég mér því samhliða fyrir auknum fjárveitingum til embættisins.
Eftirlit eflt til muna
Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarið var eftirlit ríkissaksóknara eflt til muna í kjölfar þessarar umræðu árið 2011. Dómstólaráð samþykkti að senda ríkissaksóknara afrit af öllum beiðnum lögreglu og úrskurðum dómstóla um símhleranir og sambærilegt eftirlit. Enn fremur óskaði ríkissaksóknari eftir upplýsingum frá lögreglu aftur í tímann. Eftirlit með símhlerunum er þar af leiðandi í margfalt betri farvegi en áður var. Engu að síður má spyrja hvort ganga þurfi lengra til að tryggja virkt eftirlit með beitingu aðgerða sem eru þetta mikið inngrip í persónulegt líf fólks.
Alþingi móti reglur
Árið 2012 lagði ég fyrir Alþingi frumvarp sem var ætlað að skerpa á lögum um rannsóknarheimildir lögreglu til að tryggja að úrræðum á borð við símhlustun væri aðeins beitt við rannsókn alvarlegra brota, sem jafnframt ógna almanna- eða einkahagsmunum. Þá lagði ég jafnframt til, eftir samráð við þáverandi formann allsherjarnefndar, að komið væri á laggirnar eftirliti af hálfu Alþingis, til dæmis með þeim hætti að allsherjarnefnd fengi reglulega í hendur skýrslu frá ríkissaksóknara um veitta úrskurði og grundvöll þeirra. Með þessu yrði veitt ákveðið aðhald auk þess sem Alþingi gæti fylgst með virkni rannsóknarheimildanna. Ég taldi hins vegar rétt að Alþingi mótaði þessar reglur sjálft og ég er enn þeirrar skoðunar. Þessar röksemdir reifaði ég í umræðu um framangreint frumvarp.
Frumvarpið er til
Þetta frumvarp varð hins vegar ekki að lögum, enda mætti það harðri andstöðu þingmanna bæði úr þáverandi stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu og aðila innan lögreglu og réttarkerfis sem töldu óráð að þrengja heimildir til símhlerana og vildu heldur útvíkka þær og gera enn óljósari. Sumir þessara aðila virðast sjá hlutina í nýju ljósi núna, sem er vel. En þar sem frumvarpið fór ekki í gegnum þingið komu tillögur um eftirlit af hálfu Alþingis heldur ekki til endanlegrar afgreiðslu. Ég tel rétt að þingið dusti rykið af þessum tillögum núna – og mun ég beita mér fyrir því. Jafnframt vek ég athygli á því að könnun sú sem dómsmálaráðherra kallar eftir á eftirliti með símhlerunum hefur þegar farið fram. Og frumvarpið er til. Nú er rétt að taka þessi mál föstum tökum svo að við þurfum ekki að eiga sömu umræðu að þremur árum liðnum.
Skoðun

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar