Fjárlög ríka fólksins Össur Skarphéðinsson skrifar 25. september 2014 07:00 Glampinn af silfurskeiðunum hindrar forystumenn ríkisstjórnarinnar í að sjá hvernig hinn helmingur þjóðarinnar lifir. Þeir eru ungir menn, vilja vel, en reynsluheimur þeirra hefur aldrei þekkt skort. Það speglast í fjárlögunum á fyrsta kafla ríkisstjórnarinnar. Þau eru hlaðin gjöfum til hinna sterkefnuðu, stórútgerðar og eignafólks. Hinir borgar brúsann. Á sama tíma og veiðileyfagjöld eru lækkuð um stórkostlegar upphæðir, og auðlegðarskattur afnuminn, er ráðist að bændum og láglaunafólki, með næstum helmings hækkun matarskatts. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin hækkun lyfjakostnaðar fyrir almenning. Viðhald á úr sér gengnum Landspítala situr á hakanum og læknaskortur er fyrirsjáanlegur af því ungir læknar treysta sér ekki til að koma þangað til starfa. Haustkveðjan til atvinnulausra er að skera niður þann tíma sem langtímaatvinnulausir geta notið bóta. Er þetta okkar Ísland? Á leigumarkaðnum ríkja villt lögmál frumskógarins þar sem ungt fólk hefur aldrei átt í jafn miklu basli og núna, en á sama tíma eru engin fyrirheit um hækkun húsaleigubóta og ekkert fjármagn í nýtt húsnæðiskerfi. Félagsmálaráðherrann sem hefur talað um nýtt kerfi í fimmtán mánuði skammar sveitarfélögin, og brosir sínu fallega brosi. En það gerist ekkert. Framsókn, sem einu sinni barðist fyrir hlut lítilmagnans, lætur reka á reiðanum, og þingmenn hennar eru tíndir einn af öðrum út undir vegg og barðir til hlýðni. Meira að segja Vigdís Hauksdóttir hefur skipt um skoðun á matarskattinum. Hver hefði trúað því að Framsóknarflokkurinn snerist í lið með þeim sem þannig vilja rýra kjör bænda og tekjulægstu hópanna?Rangt gefið Á sama tíma keppist ríkisstjórnin við að lýsa því hvað framtíðin er björt. Hið nöturlega er, að þar hefur hún rétt fyrir sér. Hún tók við þjóðarskútu, sem var búið að koma á kjöl, og spúlun fyrri ríkisstjórnar eftir bankahrunið er sem betur fer að skila góðum árangri fyrir Íslendinga. Í því ljósi er nöturlegt, að 11 milljarðar skuli innheimtir með skattahækkun á mat, heitu vatni, og raforku til heimilanna – til að kosta stórfellda lækkun á gjöldum stórútgerðar og sterkefnaðra! Það er nöturlegt að þegar þjóðinni gengur vel skuli ekki allir njóta þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Glampinn af silfurskeiðunum hindrar forystumenn ríkisstjórnarinnar í að sjá hvernig hinn helmingur þjóðarinnar lifir. Þeir eru ungir menn, vilja vel, en reynsluheimur þeirra hefur aldrei þekkt skort. Það speglast í fjárlögunum á fyrsta kafla ríkisstjórnarinnar. Þau eru hlaðin gjöfum til hinna sterkefnuðu, stórútgerðar og eignafólks. Hinir borgar brúsann. Á sama tíma og veiðileyfagjöld eru lækkuð um stórkostlegar upphæðir, og auðlegðarskattur afnuminn, er ráðist að bændum og láglaunafólki, með næstum helmings hækkun matarskatts. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin hækkun lyfjakostnaðar fyrir almenning. Viðhald á úr sér gengnum Landspítala situr á hakanum og læknaskortur er fyrirsjáanlegur af því ungir læknar treysta sér ekki til að koma þangað til starfa. Haustkveðjan til atvinnulausra er að skera niður þann tíma sem langtímaatvinnulausir geta notið bóta. Er þetta okkar Ísland? Á leigumarkaðnum ríkja villt lögmál frumskógarins þar sem ungt fólk hefur aldrei átt í jafn miklu basli og núna, en á sama tíma eru engin fyrirheit um hækkun húsaleigubóta og ekkert fjármagn í nýtt húsnæðiskerfi. Félagsmálaráðherrann sem hefur talað um nýtt kerfi í fimmtán mánuði skammar sveitarfélögin, og brosir sínu fallega brosi. En það gerist ekkert. Framsókn, sem einu sinni barðist fyrir hlut lítilmagnans, lætur reka á reiðanum, og þingmenn hennar eru tíndir einn af öðrum út undir vegg og barðir til hlýðni. Meira að segja Vigdís Hauksdóttir hefur skipt um skoðun á matarskattinum. Hver hefði trúað því að Framsóknarflokkurinn snerist í lið með þeim sem þannig vilja rýra kjör bænda og tekjulægstu hópanna?Rangt gefið Á sama tíma keppist ríkisstjórnin við að lýsa því hvað framtíðin er björt. Hið nöturlega er, að þar hefur hún rétt fyrir sér. Hún tók við þjóðarskútu, sem var búið að koma á kjöl, og spúlun fyrri ríkisstjórnar eftir bankahrunið er sem betur fer að skila góðum árangri fyrir Íslendinga. Í því ljósi er nöturlegt, að 11 milljarðar skuli innheimtir með skattahækkun á mat, heitu vatni, og raforku til heimilanna – til að kosta stórfellda lækkun á gjöldum stórútgerðar og sterkefnaðra! Það er nöturlegt að þegar þjóðinni gengur vel skuli ekki allir njóta þess.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar