Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. september 2014 11:00 Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. Mögulegt er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um framleiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. Vandamálið er hins vegar sá kostnaður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningargjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. Stjórnarmaðurinn þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslendingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upphafshlutafé er ein dönsk króna. Reglur um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemjendur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. Erfitt er því að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hugmyndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hvernig væri þá að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. Mögulegt er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um framleiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. Vandamálið er hins vegar sá kostnaður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningargjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. Stjórnarmaðurinn þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslendingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upphafshlutafé er ein dönsk króna. Reglur um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemjendur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. Erfitt er því að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hugmyndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hvernig væri þá að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira