Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. september 2014 11:00 Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. Mögulegt er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um framleiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. Vandamálið er hins vegar sá kostnaður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningargjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. Stjórnarmaðurinn þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslendingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upphafshlutafé er ein dönsk króna. Reglur um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemjendur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. Erfitt er því að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hugmyndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hvernig væri þá að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. Mögulegt er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um framleiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. Vandamálið er hins vegar sá kostnaður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningargjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. Stjórnarmaðurinn þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslendingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upphafshlutafé er ein dönsk króna. Reglur um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemjendur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. Erfitt er því að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hugmyndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hvernig væri þá að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira