Lækkun ofurtolla, vanmetin mótvægisaðgerð Þórólfur Matthíasson skrifar 18. september 2014 07:00 Að beiðni íslenskra stjórnvalda gerði sérfræðingateymi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úttekt á skattakerfinu íslenska. Sérfræðingarnir skiluðu viðamikilli skýrslu í september 2010. Í viðauka er listi yfir 24 tillögur og ráðleggingar sem lúta að endurbótum á skattakerfinu. Þessar ráðleggingar snúast um allt frá breyttu fyrirkomulagi á skattlagningu einyrkjatekna og einkahlutafélaga til hækkunar á veiðigjaldi og umhverfisgjöldum. Sérfræðingarnir lögðu einnig til að vörugjaldakerfið yrði einfaldað verulega eða lagt af (með hugsanlegri undantekningu fyrir matvöru með háu fitu- eða sykurinnihaldi). Og síðast en ekki síst lögðu þeir til að undanþágum í virðisaukaskattskerfinu yrði fækkað verulega og að hærra þrepið yrði lækkað og hið lægra hækkað, jafnframt því sem gripið yrði til mótvægisaðgerða til að bæta lægri tekjuhópum (barnafjölskyldum og öryrkjum) þann tiltölulega litla skaða sem aðgerðin myndi valda.Þvert á ráðleggingar AGS Ekki verður sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið langt í að hrinda tillögum sérfræðingahópsins í framkvæmd umfram þau skref sem þegar höfðu verið tekin varðandi álagningu veiðigjalds. Framlag ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur til þessa falist í að lækka veiðigjaldið, þvert á ráðleggingar sérfræðingahóps AGS! En með nýframlögðu fjárlagafrumvarpi og fylgiplöggum þess er gengið til verka: Lægra þrep virðisaukaskatts hækkað og hærra þrepið lækkað lítillega, jafnframt því sem vörugjöld eru afnumin, líka á sykri. Svo virðist sem afnám vörugjalda ásamt hækkun barnabóta sé hugsað sem mótvægisaðgerð við íþyngjandi áhrifum hækkunar lægra virðisaukaskattsþrepsins. Sú aðgerð er ekki nema að hluta til í anda ráðlegginga sérfræðinga AGS. Hlutur lífeyrisþega liggur óbættur hjá garði auk þess sem skilvirkni vörugjaldaniðurfellingarinnar sem mótvægisaðgerðar er umdeilanleg.Afnám ofurtolla Allnokkrar tillögur um skilvirkari mótvægisaðgerðir hafa komið fram frá því að fjárlagafrumvarp og tilheyrandi tekjuöflunarfrumvörp voru lögð fram. Ein þessara tillagna felur í sér afnám ofurtolla á innfluttum landbúnaðarafurðum, enda vega landbúnaðarafurðir þungt í innkaupakörfu tekjulægstu heimilanna. Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam kostnaður neytenda af ofurtollunum sjö milljörðum króna á árinu 2013, en hækkun lægra þreps vasksins kostar neytendur ellefu milljarða króna. Fréttamaður Kastljóss bar þessa hugmynd undir forsætisráðherra í þætti sínum þann 11. september síðastliðinn. Forsætisráðherra hélt því fram að lækkun ofurtolla hefði minni áhrif á buddu neytenda en lækkun vörugjaldanna. Ríkissjóður hefur þrjá milljarða í tekjur af vörugjöldum á matvöru og 3,5 milljarða af öðrum vörum (ísskápum og flatskjáum). Í framhaldinu lagði forsætisráðherra að jöfnu áhrif afnám landbúnaðarofurtollanna á tekjur ríkissjóðs (tveir milljarðar króna) og áhrif á afkomu heimilanna í landinu (líka tveir milljarðar króna).Lægri matarreikningur Þetta er rangt. Lækkun ofurtolla á landbúnaðarafurðum mun ekki aðeins lækka verðið á þeim fáu oststykkjum og nautalærum sem flutt eru til landsins. Lækkun ofurtolla mun þvinga innlenda framleiðendur til að finna hagræðingarleiðir og lækka sína vöru einnig. Þess myndu neytendur vissulega njóta í lægra vöruverði, rétt eins og OECD bendir á. Með því að afnema vörugjöld á matvöru og ofurtolla á landbúnaðarvöru má lækka matarreikning heimilanna um allt að 10 milljarða króna. Væri gripið til þessa ráðs, að fella niður bæði ofurtolla og vörugjöld á mat, má ætla að auðvelt yrði að ná almennri sátt um fyrirhugaðar skattalagabreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Að beiðni íslenskra stjórnvalda gerði sérfræðingateymi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úttekt á skattakerfinu íslenska. Sérfræðingarnir skiluðu viðamikilli skýrslu í september 2010. Í viðauka er listi yfir 24 tillögur og ráðleggingar sem lúta að endurbótum á skattakerfinu. Þessar ráðleggingar snúast um allt frá breyttu fyrirkomulagi á skattlagningu einyrkjatekna og einkahlutafélaga til hækkunar á veiðigjaldi og umhverfisgjöldum. Sérfræðingarnir lögðu einnig til að vörugjaldakerfið yrði einfaldað verulega eða lagt af (með hugsanlegri undantekningu fyrir matvöru með háu fitu- eða sykurinnihaldi). Og síðast en ekki síst lögðu þeir til að undanþágum í virðisaukaskattskerfinu yrði fækkað verulega og að hærra þrepið yrði lækkað og hið lægra hækkað, jafnframt því sem gripið yrði til mótvægisaðgerða til að bæta lægri tekjuhópum (barnafjölskyldum og öryrkjum) þann tiltölulega litla skaða sem aðgerðin myndi valda.Þvert á ráðleggingar AGS Ekki verður sagt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið langt í að hrinda tillögum sérfræðingahópsins í framkvæmd umfram þau skref sem þegar höfðu verið tekin varðandi álagningu veiðigjalds. Framlag ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur til þessa falist í að lækka veiðigjaldið, þvert á ráðleggingar sérfræðingahóps AGS! En með nýframlögðu fjárlagafrumvarpi og fylgiplöggum þess er gengið til verka: Lægra þrep virðisaukaskatts hækkað og hærra þrepið lækkað lítillega, jafnframt því sem vörugjöld eru afnumin, líka á sykri. Svo virðist sem afnám vörugjalda ásamt hækkun barnabóta sé hugsað sem mótvægisaðgerð við íþyngjandi áhrifum hækkunar lægra virðisaukaskattsþrepsins. Sú aðgerð er ekki nema að hluta til í anda ráðlegginga sérfræðinga AGS. Hlutur lífeyrisþega liggur óbættur hjá garði auk þess sem skilvirkni vörugjaldaniðurfellingarinnar sem mótvægisaðgerðar er umdeilanleg.Afnám ofurtolla Allnokkrar tillögur um skilvirkari mótvægisaðgerðir hafa komið fram frá því að fjárlagafrumvarp og tilheyrandi tekjuöflunarfrumvörp voru lögð fram. Ein þessara tillagna felur í sér afnám ofurtolla á innfluttum landbúnaðarafurðum, enda vega landbúnaðarafurðir þungt í innkaupakörfu tekjulægstu heimilanna. Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam kostnaður neytenda af ofurtollunum sjö milljörðum króna á árinu 2013, en hækkun lægra þreps vasksins kostar neytendur ellefu milljarða króna. Fréttamaður Kastljóss bar þessa hugmynd undir forsætisráðherra í þætti sínum þann 11. september síðastliðinn. Forsætisráðherra hélt því fram að lækkun ofurtolla hefði minni áhrif á buddu neytenda en lækkun vörugjaldanna. Ríkissjóður hefur þrjá milljarða í tekjur af vörugjöldum á matvöru og 3,5 milljarða af öðrum vörum (ísskápum og flatskjáum). Í framhaldinu lagði forsætisráðherra að jöfnu áhrif afnám landbúnaðarofurtollanna á tekjur ríkissjóðs (tveir milljarðar króna) og áhrif á afkomu heimilanna í landinu (líka tveir milljarðar króna).Lægri matarreikningur Þetta er rangt. Lækkun ofurtolla á landbúnaðarafurðum mun ekki aðeins lækka verðið á þeim fáu oststykkjum og nautalærum sem flutt eru til landsins. Lækkun ofurtolla mun þvinga innlenda framleiðendur til að finna hagræðingarleiðir og lækka sína vöru einnig. Þess myndu neytendur vissulega njóta í lægra vöruverði, rétt eins og OECD bendir á. Með því að afnema vörugjöld á matvöru og ofurtolla á landbúnaðarvöru má lækka matarreikning heimilanna um allt að 10 milljarða króna. Væri gripið til þessa ráðs, að fella niður bæði ofurtolla og vörugjöld á mat, má ætla að auðvelt yrði að ná almennri sátt um fyrirhugaðar skattalagabreytingar.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun