Fiff og feluleikir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. september 2014 09:30 Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun