Útvaldir í Hollywood fá að kaupa Kron by Kronkron 12. september 2014 13:30 Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eru nýkomin frá Los Angeles þar sem þau kynntu fatalínu sína. „Þetta bara steinlá hjá okkur og við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir því fyrr en við vorum mætt á staðinn hvað við værum búin að koma okkur út í,“ segir Magni Þorsteinsson, en hann og kona hans, Hugrún Árnadóttir, eigendur tískumerkisins Kron by Kronkron, eru nýkomin frá Los Angeles þar sem þeim bauðst að koma og kynna Kron by Kronkron á lokuðum viðburði fyrir Emmy- og MTV-verðlaunin. Haft var samband við þau eftir að útsendari sá þau í París. „Þarna fengum við tækifæri til að hitta og kynna verk okkar fyrir þverskurðinum af þeim sem starfa í þessum skemmtanabransa, framleiðendum, leikstjórum, rithöfundum og svo var náttúrulega öll leikaraflóran. Það er aðeins ákveðnum hóp boðið að koma, allir sem tilnefndir eru og bara allir sem gegna mikilvægu hlutverki í þessum bransa. Ameríkaninn er jú voða afdráttarlaus í sínum skoðunum og óhætt að segja að viðbrögðin sem við fengum voru margfalt á við það sem við bjuggumst við. Þetta var bara svakalega stórt klapp á bakið á 5 mínútna fresti, alveg svakalegt að upplifa það,“ segir Magni, en meðal stjarnanna sem mættu voru De Laria og Selenis Leyva úr Orange Is the New Black og Mad Men-leikkonan Teyonah Parris. Þær eru allar komnar í Kron by Kronkron ásamt tugum annarra.Hönnuðurnir Hugrún ogt Magni ásamt Angelu Basset.„Eiginkona House of Cards-leikarans Sebastians Arcelus er stórstjarna á Broadway og hún var í Kron by Kronkron á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni og tísti beint myndum af sér,“ bætir Magni við. „Og Angela Bassett, hún heillaðist alveg. Hún kom einn daginn og langaði í allt saman frá okkur, hún hringdi svo daginn eftir í okkur og sagðist ekki verða róleg fyrr en hún fengi ákveðin stykki til viðbótar.“YouTube-stjarna póstaði mynd af sér í kjól frá þeim og fékk 22.526 læk á tveimur tímum sem varð til þess að síminn þeirra grillaðist. Útsendarar frá stórleikkonunni Sharon Stone komu á kynninguna og tóku myndir. Daginn eftir rigndi inn tölvupóstum frá henni því leikkonan gjörsamlega heillaðist af hönnun þeirra. Fjöldi stílista mætti á kynninguna, þar á meðal einn stærsti og vinsælasti stílistinn í Hollywood. „Þetta opnaði rosa margar dyr,“ segir Magni. „Síðan þá er bara nýtt ævintýri á hverjum degi og bara svo yndislegt að sjá hvað viðtökurnar eru sterkar og hvað allir vilja okkur vel. Bara dásamlegt.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrinu á Instagram síðu Kron by Kronkron, þar eru þau dugleg að birta myndir af því sem er að gerast hjá þeim. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Þetta bara steinlá hjá okkur og við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir því fyrr en við vorum mætt á staðinn hvað við værum búin að koma okkur út í,“ segir Magni Þorsteinsson, en hann og kona hans, Hugrún Árnadóttir, eigendur tískumerkisins Kron by Kronkron, eru nýkomin frá Los Angeles þar sem þeim bauðst að koma og kynna Kron by Kronkron á lokuðum viðburði fyrir Emmy- og MTV-verðlaunin. Haft var samband við þau eftir að útsendari sá þau í París. „Þarna fengum við tækifæri til að hitta og kynna verk okkar fyrir þverskurðinum af þeim sem starfa í þessum skemmtanabransa, framleiðendum, leikstjórum, rithöfundum og svo var náttúrulega öll leikaraflóran. Það er aðeins ákveðnum hóp boðið að koma, allir sem tilnefndir eru og bara allir sem gegna mikilvægu hlutverki í þessum bransa. Ameríkaninn er jú voða afdráttarlaus í sínum skoðunum og óhætt að segja að viðbrögðin sem við fengum voru margfalt á við það sem við bjuggumst við. Þetta var bara svakalega stórt klapp á bakið á 5 mínútna fresti, alveg svakalegt að upplifa það,“ segir Magni, en meðal stjarnanna sem mættu voru De Laria og Selenis Leyva úr Orange Is the New Black og Mad Men-leikkonan Teyonah Parris. Þær eru allar komnar í Kron by Kronkron ásamt tugum annarra.Hönnuðurnir Hugrún ogt Magni ásamt Angelu Basset.„Eiginkona House of Cards-leikarans Sebastians Arcelus er stórstjarna á Broadway og hún var í Kron by Kronkron á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni og tísti beint myndum af sér,“ bætir Magni við. „Og Angela Bassett, hún heillaðist alveg. Hún kom einn daginn og langaði í allt saman frá okkur, hún hringdi svo daginn eftir í okkur og sagðist ekki verða róleg fyrr en hún fengi ákveðin stykki til viðbótar.“YouTube-stjarna póstaði mynd af sér í kjól frá þeim og fékk 22.526 læk á tveimur tímum sem varð til þess að síminn þeirra grillaðist. Útsendarar frá stórleikkonunni Sharon Stone komu á kynninguna og tóku myndir. Daginn eftir rigndi inn tölvupóstum frá henni því leikkonan gjörsamlega heillaðist af hönnun þeirra. Fjöldi stílista mætti á kynninguna, þar á meðal einn stærsti og vinsælasti stílistinn í Hollywood. „Þetta opnaði rosa margar dyr,“ segir Magni. „Síðan þá er bara nýtt ævintýri á hverjum degi og bara svo yndislegt að sjá hvað viðtökurnar eru sterkar og hvað allir vilja okkur vel. Bara dásamlegt.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrinu á Instagram síðu Kron by Kronkron, þar eru þau dugleg að birta myndir af því sem er að gerast hjá þeim.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira