Munu Skotar taka upp skoskt pund? Bolli Héðinsson skrifar 9. september 2014 12:00 Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmiðils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan.Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annaðhvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusambandinu og telja að aðild að ESB sé einmitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peningamála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verðgildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýjasta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmiðils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan.Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annaðhvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusambandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusambandinu og telja að aðild að ESB sé einmitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peningamála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verðgildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýjasta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar