Innrásin í þig Hallgrímur Helgason skrifar 8. september 2014 07:00 Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann. Nú er liðið rúmt ár frá því hann gekk úr starfi sínu fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði land og færði heimsbyggðinni fréttir sem voru svo slæmar og svo stórar að við erum enn að melta þær. Skúrkur eða hetja? spyrja landar hans enn. Eftir því sem tíminn líður hallast sífellt fleiri að því síðarnefnda. Sjálfur ber Snowden sér ekki á brjóst en þessi smávaxni, grannholda maður virðist þó búa yfir miklum innri styrk. „Þótt ég myndi enda í Guantánamo hefði ég ekki gert neitt öðruvísi.“ Slíkir menn eru dýrmætir í heimi sem ferðast sífellt hraðar frá þeirri samtíð sem við teljum okkur skilja. Án þeirra væri okkur alls ókunnugt um framferði myrkrahöfðingjanna sem líkt og í amerískri formúlukvikmynd sitja í kjarnorkubyrgjum sínum útí eyðimörkinni og sanka að sér lífum okkar allra, sjúga úr okkur staðreyndir, símtöl og ljósmyndir, sem við héldum í sakleysi okkar að við ættum ein, í mesta lagi fésbókarvinirnir líka. (Sjálfsagt mun orðið „Snowden“ tryggja tölvupósti til Fréttablaðsins, með þessari grein í viðhengi, eilíft líf í gagnaveri vestur í Utah.) Tæknin er hérinn en þekkingin er skjaldbakan, það þekkjum við Íslendingar. Okkar sérstaka skjaldbaka silast enn um slóðir hérans fyrir hrun. Og á meðan tæknin fær að athafna sig utan við upplýsta umræðu, í rökkrinu sem ríkir handan við núið og internetið, mun hún alltaf ganga lengra en löglegt er. Það er víst í eðli mannsins, spennandi nýjungar gera hann óprúttinn. En ekki þarf nema einn mann til að kveikja ljósið og þá blasa myrkraverkin við. Og heimurinn rankar við sér: Innrásin í Írak gat af sér aðra: Innrásina í þig. Því miður hefur umræðan um Snowden farið fram hjá mörgum hérlendis sem annarstaðar. Af því tilefni er efnt til upplestra víða um heim í kvöld, 8. september. Í alþjóðlegu átaki kemur fólk saman og les upp orð hans, allt frá Lillehammer til Cape Town, frá Nýja-Sjálandi til Kólumbíu. Framlag okkar verður á Loft Hostel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann. Nú er liðið rúmt ár frá því hann gekk úr starfi sínu fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði land og færði heimsbyggðinni fréttir sem voru svo slæmar og svo stórar að við erum enn að melta þær. Skúrkur eða hetja? spyrja landar hans enn. Eftir því sem tíminn líður hallast sífellt fleiri að því síðarnefnda. Sjálfur ber Snowden sér ekki á brjóst en þessi smávaxni, grannholda maður virðist þó búa yfir miklum innri styrk. „Þótt ég myndi enda í Guantánamo hefði ég ekki gert neitt öðruvísi.“ Slíkir menn eru dýrmætir í heimi sem ferðast sífellt hraðar frá þeirri samtíð sem við teljum okkur skilja. Án þeirra væri okkur alls ókunnugt um framferði myrkrahöfðingjanna sem líkt og í amerískri formúlukvikmynd sitja í kjarnorkubyrgjum sínum útí eyðimörkinni og sanka að sér lífum okkar allra, sjúga úr okkur staðreyndir, símtöl og ljósmyndir, sem við héldum í sakleysi okkar að við ættum ein, í mesta lagi fésbókarvinirnir líka. (Sjálfsagt mun orðið „Snowden“ tryggja tölvupósti til Fréttablaðsins, með þessari grein í viðhengi, eilíft líf í gagnaveri vestur í Utah.) Tæknin er hérinn en þekkingin er skjaldbakan, það þekkjum við Íslendingar. Okkar sérstaka skjaldbaka silast enn um slóðir hérans fyrir hrun. Og á meðan tæknin fær að athafna sig utan við upplýsta umræðu, í rökkrinu sem ríkir handan við núið og internetið, mun hún alltaf ganga lengra en löglegt er. Það er víst í eðli mannsins, spennandi nýjungar gera hann óprúttinn. En ekki þarf nema einn mann til að kveikja ljósið og þá blasa myrkraverkin við. Og heimurinn rankar við sér: Innrásin í Írak gat af sér aðra: Innrásina í þig. Því miður hefur umræðan um Snowden farið fram hjá mörgum hérlendis sem annarstaðar. Af því tilefni er efnt til upplestra víða um heim í kvöld, 8. september. Í alþjóðlegu átaki kemur fólk saman og les upp orð hans, allt frá Lillehammer til Cape Town, frá Nýja-Sjálandi til Kólumbíu. Framlag okkar verður á Loft Hostel.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun