Er íslenskt endilega alltaf best? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. september 2014 07:00 Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar