Ferðaþjónustuaðilar skipuleggja ferðir á gosstöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2014 08:15 Ferðaþjónustuaðilar eru farnir að skipuleggja ferðir á svæðið. Fréttablaðið/Egill Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“ Bárðarbunga Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“
Bárðarbunga Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira