Mjólkurrörin sjást í nýja listaverkinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 09:45 "Ég var svolítið efins um að þetta myndi hafast, en það tókst,“ segir Arna um eitt vídeóverkanna sem er algerlega nýtt. Mynd/Auðunn „Ég tengi saman gamla og nýja tímann í vídeóverkinu sem er unnið fyrir þennan stað. Ég tók síðustu tökuna í gærkveldi og klippti í nótt,“ sagði Akureyringurinn Arna Valsdóttir myndlistarkona á fimmtudaginn. Hún opnar sýninguna Staðreynd í Listasafni Akureyrar í dag klukkan 15. Eins og mörgum er kunnugt er listasafnið þar sem Mjólkursamlag KEA var til húsa og þar kveðst Arna hafa unnið við ostagerð sem unglingur. Hún notaði hið nýja Mjólkursamlag MS sem tökustað í nýja verkinu en þaðan á hún minningar líka því hún vann við að einangra mjólkurrörin þar þegar húsið var í byggingu. „Já, rörin sem ég skreið upp á sem unglingur sjást í verkinu,“ segir hún. Alls sýnir Arna sex vídeóverk. Flest hefur hún sýnt áður. Verkin heita öll Staðreynd og síðan er aukatitill með hverju og einu. Það fyrsta gerði hún 2008 fyrir opnunarsýninguna í Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. „Ég fór út á Hjalteyri með það fyrir augum að gera portrett af húsinu en hætti við það og ákvað að leika mér með hugtakið staðreynd – í merkingunni að upplifa reynslu staðarins. Endaði svo á að gera gjörning í löngum gangi, taka hann upp á myndband og raula síldarvalsinn.“ Eitt verk á sýningunni er frá 1988. „Þegar ég var við nám úti í Hollandi málaði ég stúdíóið mitt svart í hólf og gólf og tók skuggamynd af því. Byrjaði svo að mála hvítt dýr sem virtist koma frá glugganum og tók mynd þegar ég búin með fremsta partinn af því, svo bættust fleiri við og drógu hvítan lit yfir rýmið og hurfu svo. Við þetta samdi ég tónlist, gerði hreyfimyndasjó úr myndunum og sýndi í rýminu. Þetta gamla verk er á skjá í litla kæliklefanum,“ lýsir Arna. Á opnuninni klukkan 15 flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og svo verður Arna með listamannaspjall klukkan 20 í kvöld. Listasafnið verður opið til klukkan 22 vegna Akureyrarvöku. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég tengi saman gamla og nýja tímann í vídeóverkinu sem er unnið fyrir þennan stað. Ég tók síðustu tökuna í gærkveldi og klippti í nótt,“ sagði Akureyringurinn Arna Valsdóttir myndlistarkona á fimmtudaginn. Hún opnar sýninguna Staðreynd í Listasafni Akureyrar í dag klukkan 15. Eins og mörgum er kunnugt er listasafnið þar sem Mjólkursamlag KEA var til húsa og þar kveðst Arna hafa unnið við ostagerð sem unglingur. Hún notaði hið nýja Mjólkursamlag MS sem tökustað í nýja verkinu en þaðan á hún minningar líka því hún vann við að einangra mjólkurrörin þar þegar húsið var í byggingu. „Já, rörin sem ég skreið upp á sem unglingur sjást í verkinu,“ segir hún. Alls sýnir Arna sex vídeóverk. Flest hefur hún sýnt áður. Verkin heita öll Staðreynd og síðan er aukatitill með hverju og einu. Það fyrsta gerði hún 2008 fyrir opnunarsýninguna í Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. „Ég fór út á Hjalteyri með það fyrir augum að gera portrett af húsinu en hætti við það og ákvað að leika mér með hugtakið staðreynd – í merkingunni að upplifa reynslu staðarins. Endaði svo á að gera gjörning í löngum gangi, taka hann upp á myndband og raula síldarvalsinn.“ Eitt verk á sýningunni er frá 1988. „Þegar ég var við nám úti í Hollandi málaði ég stúdíóið mitt svart í hólf og gólf og tók skuggamynd af því. Byrjaði svo að mála hvítt dýr sem virtist koma frá glugganum og tók mynd þegar ég búin með fremsta partinn af því, svo bættust fleiri við og drógu hvítan lit yfir rýmið og hurfu svo. Við þetta samdi ég tónlist, gerði hreyfimyndasjó úr myndunum og sýndi í rýminu. Þetta gamla verk er á skjá í litla kæliklefanum,“ lýsir Arna. Á opnuninni klukkan 15 flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og svo verður Arna með listamannaspjall klukkan 20 í kvöld. Listasafnið verður opið til klukkan 22 vegna Akureyrarvöku.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira