

Af verðbólgu og verðbólguvæntingum
Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu.
Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.
Tregða kaupmanna
Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði.
Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu.
Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu.
Skoðun

Sjallar og lyklaborðið
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt
Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar

„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Verndun vatns og stjórn vatnamála
Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar

Gegn hernaði hvers konar
Gunnar Björgvinsson skrifar

Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru
Ingrid Kuhlman skrifar

Þriggja stiga þögn
Bjarni Karlsson skrifar

Nú þarf að gyrða sig í brók
Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Lesblindir og stuðningur í skólum
Snævar Ívarsson skrifar

Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd
Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar

Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri
Huld Magnúsdóttir skrifar

Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót?
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar

Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit
Halldór Reynisson skrifar

Kosningar í september
Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar

Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku
Hallgrímur Óskarsson skrifar

Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti
Halla Björg Evans skrifar

Skýr stefna um málfrelsi
Róbert H. Haraldsson skrifar

Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks
Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar

Munar þig um 5-7 milljónir árlega?
Jón Pétur Zimzen skrifar

Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun
Þorsteinn R. Hermannsson skrifar

Eflum traustið
Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar

Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin?
Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar

Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Seljum börnum nikótín!
Hugi Halldórsson skrifar

Sundrung á vinstri væng
Jökull Sólberg Auðunsson skrifar

Þegar samfélagið missir vinnuna
Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar

Akademískt frelsi og ókurteisi
Kolbeinn H. Stefánsson skrifar

Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu?
Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar

Yfir hverju er verið að brosa?
Árni Kristjánsson skrifar

Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax
Atli Harðarson skrifar