Af verðbólgu og verðbólguvæntingum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2014 07:00 Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð. Síðustu mánuði hefur náðst góður árangur sem vonandi er ekki tímabundinn. Þannig hefur mánaðarverðbólga undanfarið verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans lengur samfellt en nokkru sinni. Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu. Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.Tregða kaupmanna Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði. Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð. Síðustu mánuði hefur náðst góður árangur sem vonandi er ekki tímabundinn. Þannig hefur mánaðarverðbólga undanfarið verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans lengur samfellt en nokkru sinni. Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu. Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.Tregða kaupmanna Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði. Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun