Tíðindalaust á norðurgosstöðvunum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Gaus? Eða gýs? Hvenær, hvernig? Á eftir? Verður þetta svona næstu tíu ár? Í hverjum fréttatíma segja ábúðarmiklir fréttamenn í gulum vestum og íbyggnir vísindamenn okkur að þá og þegar geti allt gerst – eða ekkert … Það verður hvað sem öðru líður að teljast fremur óvenjulegt í sögu náttúruhamfara á Íslandi, að menn skuli greina á um það hvort þær hafi yfirleitt átt sér stað. Það eina sem við vitum er að Jörðin er máttug. Það eina sem við vitum er að náttúran er síkvik. Kannski verður komið gos þegar þetta er lesið á mánudagsmorgni; kannski ekki. Náttúran fer sínu fram og okkar brölt skiptir þar engu máli. Það gerist sem gerist. Allt hefur allt sínar ástæður, sitt orsakasamhengi, sína röð atvika, sem vísindamenn eiga eftir að rýna í og læra af svo að þeir geti haldið áfram að ráða í líkindi komandi atburða. En þetta er það eina sem við vitum: Við erum stödd í óvissunni miðri. Það leggst misjafnlega í okkur, sem vonlegt er. Einkum á margt fjölmiðlafólk erfitt með að sætta sig við svo óljósa tilvistarlega stöðu: það hefur vanist því að annaðhvort sé eitthvað að gerast eða ekki; annaðhvort sé frétt eða engin frétt. Nú býr það við stöðugar ófréttir, sem þó eru ekki ótíðindi, og heldur ekki tíðindaleysi – heldur meira eins og hnerri sem ætlar aldrei að koma …Í óvissunni miðri Við eru stödd á því sviði í samskiptum manns og náttúru sem trúin fæst við. Þjóðkirkjan minnti einmitt á sig í síðustu viku vegna áforma um að afleggja lestur kvölds og morgna í Ríkisútvarpinu á kristilegum textum, og skarst þar enn í odda með þeim sem telja samfélagið sekúlaríserað með öllu og vilja hafa það þannig áfram og hinum sem eiga erfitt með að sjá að baki því samfélagi þegar kirkja og kristni hafði hönd í bagga með daglegu lífi landsmanna kvölds og morgna. Ég veit það ekki. Trú fer fram á öðru sviði vitundarlífsins en vísindalegur þankagangur og ber að sýna henni virðingu; líka þörf fólks fyrir samfélag við aðrar trúaðar sálir, með bænagjörð. Ég verð þó að játa að mér finnst að trúin eigi að fást við samband mannsins við Jörðina undir fótum sér og glímu við þá miklu ráðgátu sem hver manneskja stendur oft frammi fyrir á ævinni: Hvað er ég eiginlega að gera hér? Ég hef alltaf haldið að trúin vaxi fram í glímu við þá gátu og aðrar sem vísindin veita engin svör við, og um leið það undur að grös og gróður og og allt þetta líf skuli vaxa á Jörðunni. Vísindin lýsa vissulega þessu öllu af innsæi, fegurð og snilld – enda náttúrufræðin „allra vísinda indælust“, eins og Jónas Hallgrímsson sagði – en þau lýsa því bara. Trúarbrögðin eru eins og skáldskapurinn tilraun til þess að hugsa í líkingamáli um tilveruna sjálfa. En sum sé: íslensk náttúra lætur á sér kræla um þessar mundir – gerir allt ótryggt í kringum sig – við finnum til smæðar okkar og vanmáttar um leið og við horfumst í augu við ógnaröflin sem búa undir þeirri Jörð sem við göngum á. Séu til sérstök íslensk trúarbrögð þá snúast þau meira og minna um þetta ótrygga samband, allt hið ófyrirséða í náttúrunni á þessu einkennilega landi, hið hættulega, hið fagra og ógnarlega.Eru álfar kannski enn? Þetta rifjaðist upp í vikunni þegar síðasta hefti af Grapevine kom út, þessu fína blaði sem gefið er út á ensku og ætlað er fróðleiksfúsum ferðamönnum og Íslandsvinum og Íslendingum sem vilja stundum hugsa um sig utan frá. Grapevine fjallar stundum um íslensk feimnismál, bæði glaðhlakkalega og hlýlega: nú síðast íslenska álfatrú. Maður sér henni oft hallmælt þessari gömlu trú, þessari tilfinningu fyrir landinu sem lýsir sér í þeirri hugmynd að hólar og steinar og klettar séu kvikir af lífi sem fari fram á eigin forsendum utan mannlegs vilja. Það fer í taugarnar á mörgum Íslendingum að margir útlendingar skuli standa í þeirri meiningu að þessi trú sé hér almenn og útbreidd; mörgum finnst gert lítið út okkur, við séum gerð að hálfgerðum hobbitum, náttúrubörnum, frumstæðu fólki, í stað þess að okkur sé lýst sem fáguðu og nútímalegu og trúlausu borgarfólki, eins og sjálfsmynd þessa fólks kveður á um. Það fyrirverður sig eins og þriðju kynslóðar forframaður nýlendingur fyrir ömmu sína sem enn talar málið frá gamla landinu. Ég veit það ekki. Eru álfar kannski menn? Ég held ekki: hvað sem þeir kunna að vera eru þeir allt annað en menn. Þeir eru náttúruafl. Og í tjörnum nykrar en marbendlar í fjörum, marmennlar og fjörulallar; skottur og mórar skjótast um í rökkrinu, skoffín og skuggabaldur en Þorgeirsboli þarna úti í þokunni fnæsandi. Öll þessi ógn í þögninni sem er svo algjör í íslenskri náttúru; allir þessi kraftar sem geta eytt manni á svipstundu, án þess að maður fái rönd við reist; þetta mætist allt svo einkennilega í trúnni á huldufólk sem í íslenskri þjóðtrú er síkvikt afl, dyntótt og frjálst, og krefur þig um það eitt að ganga sómasamlega um – ella munirðu hafa verra af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Gaus? Eða gýs? Hvenær, hvernig? Á eftir? Verður þetta svona næstu tíu ár? Í hverjum fréttatíma segja ábúðarmiklir fréttamenn í gulum vestum og íbyggnir vísindamenn okkur að þá og þegar geti allt gerst – eða ekkert … Það verður hvað sem öðru líður að teljast fremur óvenjulegt í sögu náttúruhamfara á Íslandi, að menn skuli greina á um það hvort þær hafi yfirleitt átt sér stað. Það eina sem við vitum er að Jörðin er máttug. Það eina sem við vitum er að náttúran er síkvik. Kannski verður komið gos þegar þetta er lesið á mánudagsmorgni; kannski ekki. Náttúran fer sínu fram og okkar brölt skiptir þar engu máli. Það gerist sem gerist. Allt hefur allt sínar ástæður, sitt orsakasamhengi, sína röð atvika, sem vísindamenn eiga eftir að rýna í og læra af svo að þeir geti haldið áfram að ráða í líkindi komandi atburða. En þetta er það eina sem við vitum: Við erum stödd í óvissunni miðri. Það leggst misjafnlega í okkur, sem vonlegt er. Einkum á margt fjölmiðlafólk erfitt með að sætta sig við svo óljósa tilvistarlega stöðu: það hefur vanist því að annaðhvort sé eitthvað að gerast eða ekki; annaðhvort sé frétt eða engin frétt. Nú býr það við stöðugar ófréttir, sem þó eru ekki ótíðindi, og heldur ekki tíðindaleysi – heldur meira eins og hnerri sem ætlar aldrei að koma …Í óvissunni miðri Við eru stödd á því sviði í samskiptum manns og náttúru sem trúin fæst við. Þjóðkirkjan minnti einmitt á sig í síðustu viku vegna áforma um að afleggja lestur kvölds og morgna í Ríkisútvarpinu á kristilegum textum, og skarst þar enn í odda með þeim sem telja samfélagið sekúlaríserað með öllu og vilja hafa það þannig áfram og hinum sem eiga erfitt með að sjá að baki því samfélagi þegar kirkja og kristni hafði hönd í bagga með daglegu lífi landsmanna kvölds og morgna. Ég veit það ekki. Trú fer fram á öðru sviði vitundarlífsins en vísindalegur þankagangur og ber að sýna henni virðingu; líka þörf fólks fyrir samfélag við aðrar trúaðar sálir, með bænagjörð. Ég verð þó að játa að mér finnst að trúin eigi að fást við samband mannsins við Jörðina undir fótum sér og glímu við þá miklu ráðgátu sem hver manneskja stendur oft frammi fyrir á ævinni: Hvað er ég eiginlega að gera hér? Ég hef alltaf haldið að trúin vaxi fram í glímu við þá gátu og aðrar sem vísindin veita engin svör við, og um leið það undur að grös og gróður og og allt þetta líf skuli vaxa á Jörðunni. Vísindin lýsa vissulega þessu öllu af innsæi, fegurð og snilld – enda náttúrufræðin „allra vísinda indælust“, eins og Jónas Hallgrímsson sagði – en þau lýsa því bara. Trúarbrögðin eru eins og skáldskapurinn tilraun til þess að hugsa í líkingamáli um tilveruna sjálfa. En sum sé: íslensk náttúra lætur á sér kræla um þessar mundir – gerir allt ótryggt í kringum sig – við finnum til smæðar okkar og vanmáttar um leið og við horfumst í augu við ógnaröflin sem búa undir þeirri Jörð sem við göngum á. Séu til sérstök íslensk trúarbrögð þá snúast þau meira og minna um þetta ótrygga samband, allt hið ófyrirséða í náttúrunni á þessu einkennilega landi, hið hættulega, hið fagra og ógnarlega.Eru álfar kannski enn? Þetta rifjaðist upp í vikunni þegar síðasta hefti af Grapevine kom út, þessu fína blaði sem gefið er út á ensku og ætlað er fróðleiksfúsum ferðamönnum og Íslandsvinum og Íslendingum sem vilja stundum hugsa um sig utan frá. Grapevine fjallar stundum um íslensk feimnismál, bæði glaðhlakkalega og hlýlega: nú síðast íslenska álfatrú. Maður sér henni oft hallmælt þessari gömlu trú, þessari tilfinningu fyrir landinu sem lýsir sér í þeirri hugmynd að hólar og steinar og klettar séu kvikir af lífi sem fari fram á eigin forsendum utan mannlegs vilja. Það fer í taugarnar á mörgum Íslendingum að margir útlendingar skuli standa í þeirri meiningu að þessi trú sé hér almenn og útbreidd; mörgum finnst gert lítið út okkur, við séum gerð að hálfgerðum hobbitum, náttúrubörnum, frumstæðu fólki, í stað þess að okkur sé lýst sem fáguðu og nútímalegu og trúlausu borgarfólki, eins og sjálfsmynd þessa fólks kveður á um. Það fyrirverður sig eins og þriðju kynslóðar forframaður nýlendingur fyrir ömmu sína sem enn talar málið frá gamla landinu. Ég veit það ekki. Eru álfar kannski menn? Ég held ekki: hvað sem þeir kunna að vera eru þeir allt annað en menn. Þeir eru náttúruafl. Og í tjörnum nykrar en marbendlar í fjörum, marmennlar og fjörulallar; skottur og mórar skjótast um í rökkrinu, skoffín og skuggabaldur en Þorgeirsboli þarna úti í þokunni fnæsandi. Öll þessi ógn í þögninni sem er svo algjör í íslenskri náttúru; allir þessi kraftar sem geta eytt manni á svipstundu, án þess að maður fái rönd við reist; þetta mætist allt svo einkennilega í trúnni á huldufólk sem í íslenskri þjóðtrú er síkvikt afl, dyntótt og frjálst, og krefur þig um það eitt að ganga sómasamlega um – ella munirðu hafa verra af.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar